Samtíðin - 01.09.1935, Qupperneq 11

Samtíðin - 01.09.1935, Qupperneq 11
SAMTÍÐIN hendurnar. Þessir pottar voru með handfangi og einna líkastir körfu í lögun. í þeim var viðarkol, sem kveikt var í, og varð það brátt al- elda. Ég ætla ekki að reyna til að lýsa þeirri spaugilegu sjón, sem gat að líta í hótelinu, þegar allir gestirnir voru að paufast um húsið með þessar koladollur í höndunum. Þegar þeir settust nið- ur, létu þeir pottana undir stól- ana, sem þeir sátu á og jafnvel undir rúmin sín á kvöldin, en mér er óhætt að segja, að þarna „lifði í kolunum“ í 5—6 klukkustundir, og var þá ekki annar vandinn en Stefano Islandi í Madame Butterfly. að biðja um nýtt kol, þegar dautt var á því gamla. Þið hefðuð átt að sjá fólkið, blátt og frostbólg- ið, með kolapottana í höndunum. En ég fékk nú brátt um annað að hugsa. Hið voðalega óperu- kvöld rann upp. Þá fann ég best, ð hve lítt ég var við því búinn að ganga fram fyrir fólkið og syngja þar hið örðuga hlutverk Cavara- dossis. Ég hafði einmitt verið að læra hlutverkið í Mílano, er mér gafst þetta tækifæri, og við það varð að sitja, því að ekki fékk ég aðra tilsögn í Firenze en eina raddæfingu og að því loknu eina Gamæfingu ásamt h'fyium leikur- unum. Það er alt og sumt, sem óperusöngvarar í Ítalíu fá af því tagi, áður en frumsýning fer fram. Svo rann upp ægilegasta stund, sem ég hefi lifað. Áður en mig varði, var ég kominn inn í bún- ingsherbergið, og þar var ég mál- aður í skyndi. Ég vil helst orða þetta þannig, að ég hafi verið krít- aður eins og sauður. Meðan þessu fór fram, greip mig gífurlegur kvíði. Mér fanst ég vera að líða burt úr þeirri tilveru, sem ég lifði í dags daglega, inn í nýjan og annarlegan heim. Um leið og and- litsfarðinn lagðist á kinnar mér, saup ég hveljur í þessari fæðing til hins nýja lífs eða réttara sagt tók andvörpin út úr hversdagslegu tilverunni. En þegar ég stóð upp, ferðbúinn inn á leiksviðið, varð ég þess var, að alt hringsnerist fyrir augunum á mér, og að ég gat ekki hrært mig úr sporunum. Ég heyrði ekki lengur mannamálið í kring- um mig, heldur aðeins óljósan raddklið, sem hljómaði eins og dauf suða. Fólkinu í kringum mig hefir víst ekki farið að lítast á blikuna. En það var öllu vant og lét sér ekki til hugar koma að deyja ráða-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.