Samtíðin - 01.09.1935, Síða 12

Samtíðin - 01.09.1935, Síða 12
10 SAMTÍÐIN laust. Áður en mig’ varði, hafði það helt ofan í mig heilum snafsi af koníaki og það, sem meira var: beinlínis hrundið mér inn á leik- sviðið. Þarna stóð ég á miðju leiksvið- inu í stóru aðalhlutverki, einn míns liðs, barn að aldri, útlending- ur, langt suður í löndum, fjarri ættjörðu minni, og fyrir framan mig spilaði orkestrið eins og belj- andi jökulfljót, en á bak við það störðu öll þessi tindrandi augu frá troðfullu leikhúsi. Sú var þó bót í máli, að ég sá ekkert af öllu þessu fyrir ofbirtu frá ljósunum fremst á leiksviðinu. Nú sá ég, að hér var annað hvort að duga eða drepast. Rétt sem snöggvast varð mér hugsað heim til Islands, heim til fjallanna minna, sem gnæfa yfir Hólminn í Skagafirðinum, há og tignarleg. Tilhugsunin um þau veitti mér ósjálfráðan styrk. En ég man það, meðan ég lifi, hve þur ég var í hálsinum, er ég byrjaði að syngja aríuna, sem Cavaradossi syngur, skömmu eftir að hann kemur inn á sviðið. En aríuna söng ég þó af öllum lífs og sálar kröftum. Og er ég hafði lokið henni, kvað við því- líkt lófaklapp og læti, að ég varð að endurtaka hana. Þá varð mér það ljóst, að ég hafði komist lif- andi úr þessari eldskírn. Það var sem ég vaknaði af vondum draumi, og nú söng ég ekki fram- ar með þeirri meðvitund, að ég væri að berjast við ósýnilega óvætti, heldur söng ég í nafni ætt- jarðar minnar, sem mér þótti svo óumræðilega vænt um einmitt á þessari úrslitastundu lífs míns. Óperan var*síðan leikin fjórum sinnum, og síðasta kvöldið var svo látið heita, að hún væri leikin í kveðjuskyni við mig. Var þá alveg troðfult hús, og varð ég þá að syngja fjórar aríur aukalega, eft- ir að sjálfum söngleiknum var lokið. Síðan fór ég aftur til Mílano, og nú skal ég ekki þreyta ykkur á lengri frásögn um sjálfan mig. Það er ritstjóra SAMTÍÐARINNAR að kenna, að ég hefi sagt lesendum hennar frá framan greindum at- burðum. Að endingu langar mig aðeins til að geta þess, að síðan ég söng í Tosca í Firenze 1933, hefi ég sungið aðaltenórhlutverkin í Rigoletto, Butterfly, Bohéme, Tra- viata og Faust víðsvegar um Italíu. t ? x x k * ♦ **♦ %**♦**♦* ****** *♦* ****** *«* *♦* ♦*♦♦*♦**♦-•*♦♦**-**♦ *♦* *♦* *♦* *•* *♦* *•**♦* ****** *♦* *♦* *♦**♦* *♦* *♦* *♦* *♦* *♦* *•* *♦* *♦* *♦**♦* *♦* **■* *♦**♦**♦* *•* *♦* *♦**♦**•* *♦* Það, sem er verst í þessum heimi, er, að meiri hluti mannkyns- ins er altaf að reyna að gera eitthvað fyrir sjálft sig í stað þess að gera nýta menn úr sjálfu sér. I t x t t X

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.