Samtíðin - 01.09.1935, Side 13

Samtíðin - 01.09.1935, Side 13
SAMTÍÐIN 11 BLIND SMÁSAGA EFTIR KARIN BOYE Litla herbergið var snoturt, fágað og hreint, rétt eins og stórhátíð væri í nánd. En sú, sem heima átti í herberginu, sá ekki, hve hreint og snyrtilegt alt var; hún skynjaði það. Hún fann, að eftir eimdi lykt af nýþvegnu gólfi og hreina þefnum af útilofti, sem kom inn með nýviðruðum húsgögnum og ábreiðum. Hún fann, hve óvenju- skærir og ánægðir sólargeislarnir voru, er þeir liðu með Ijúfri hlýju yf- ir hendur henni, og hversu glugga- blómin önduðu frá sér meiri vellíðan en ella, í gleði sinni yfir nýþvegnum gluggarúðunum. Hér var æfinlega alt hreint og snot- urt, en í dag þó venju fremur. í dag var hennar von, hennar Þóru litlu, bróðurdótturinnar; von í kynn- isför í fyrsta sinn síðan hún skildi við föðursystur sína og fór til vanda- lausra, en það var fyrir þrem mán- uðum. Hún átti nú heima all-fjarri, og húsbændur hennar höfðu ekki get- að gefið henni tíma til ferðarinnar fyr en þetta. Farareyrinn hafði líka vantað. Þótt blind væri, hafði Anna föður- systir, tekið bróðurdótturina að sér, þegar hún, sjö ára gömul, misti báða foreldra sína. Framan af var það talsvdrðum erfiðleikum bundið, en brátt reyndist telpan svo snúninga- lipur og þæg, enda hraust og bráð- þroska, að hún varð fóstru sinni tii mikillar hjálpar og ánægju. Árin liðu. Þóra varð 16 ára. Skólagöng- unni var lokið, og nú var ekki ann- ars kostur en að hún færi og ynni fyrir sér hjá vandalausum. En hve hennar var saknað í litla, sólríka her- berginu. En um það voru fáir til frá- sagnar. Önnu föðursystur fanst jafn- vel gluggablómin drúpa, fyrst eftir að Þóra litla var farin burt. Og nú var hennar þá von heim. Var þetta ekki fótatakið hennar í stiganum? Nú barði hún að dyrum. Og þarna stóð hún á gólfinu, grát- klökk og kom ekki upp einu orði; föðursystirin lét ekki á neinu slíku bera; hún var of gömul til þess að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. En brátt var Þóra sest að há- tíðabúnu kaffiborðinu, og búin að sækja kaffikönnuna fram fyrir, en þar stóð hún á eldstónni til þess að kaffið héldist heitt. Vissulega var margs að minnast. En þó gengu sam- ræðurnar treglega. Það var svo indælt að koma heim og hugsa sér, að alt væri eins og það var áður, sitja í sólargeislanum og njóta líðandi stundar. Föðursystirin fann það á andrúmsloftinu og heyrði á málrómi gestsins, hversu eins og létti yfir honum, og Þóra sá, hversu

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.