Samtíðin - 01.09.1935, Page 15

Samtíðin - 01.09.1935, Page 15
SAMTÍÐIN 13 og séð að nýju þann heim, sem eitt sinn, er hún var ung og sjónin heil, hafði fylt hana auði leiftrandi unað- ar, og sem síðar, er ljós hans var henni byrgt, hafði vaxið og skýrst í dimmunni, þar til hann tók aftur á sig þögn, knúði á og braust fram, til þess að mega lifa á ný, nýr og fegrað- ur. Gleði málarans, sem í litum og lín- um auðnast að gera aðra þátttakandi í fegurð þeirri, er hann hefir tileink- að sér, eða skáldsins, er því auðnast að túlka í ljóði, þátt síns insta eðlis, þá gleði þekti hún. Alt það, sem hún hafði safnað hið innra með sér, hafði hún gefið, ögn fyrir ögn. Við bróður- dóttur sína hafði hún talað um alt þetta, sem væri hún andlegur arf- taki hennar. Var þá að undra, þótt tómlegt yrði við burtför Þóru. Tóm- legt að vísu, en þó ekki óbærilegt, því að Þóra átti fyrir sér að lifa og á- vaxta arfleifðina. — Já, en Þóra, segðu mér nú eitt- hvað um þína hagi. Bréfin þín eru svo stutt; þau segja tæplega annað en það að þú sért lifandi. Þóra varp öndinni úrræðalaus og lokaði augunum. Hvernig var henn- ar hagur? Hún sá í huganum vanhirta garðinn og ljóta, gula húsið, sem hús- bændur hennar leigðu í, á efri hæð- inni. Þessi blettur og þetta hús var ímynd heimilislífsins þar, en hún átti erfitt með að lýsa því með orðum. — Eru Lindgrens-hjónin góð við þig, reglulega góð? — Já, víst eru þau það. — Ekkert sérstaklega vingjarnleg og ekkert ó- notaleg heldur. Jú, þau eru mér góð. Hún reyndi að kalla þau fram í minni sér og tókst það nokkurnveg- inn. En það var líkast því, sem hún næði ekki tökum á þeim, eins og ekk- ert væri að festa hugann við. Ekki eitt atvik öðru skírara, engin athöfn, sem annari fremur mætti ráða neitt af um þeirra innri mann. Og þó hafði hún séð frú Lindgren daginn út og daginn inn, því að altaf var hún með í verkunum, og sífelt var hún mas- andi. En þar var ekkert orð, engin svipbrigði, sem hægt væri að stað- næmast við og segja: — Þetta er frú Lindgren, þarna er hún lifandi kom- in. — Nei, ætti hún að gera grein fyrir því, hvernig Lindgrens-hjónin væru, var auðveldast að lýsa þeim, eins og þau komu fyrir á ljósmyndinni, sem tekin var af þeim í tilhugalífinu (og sú mynd var nú fimm ára gömul). Þar hafði ljósmyndarinn sett þau í viðeigandi stellingar. Með viðeigandi bros á vörum góndu þau hugsunar- laust beint fram fyrir sig. Þetta hugs- unarlausa gón var ef til vill það, sem helst einkendi þau. — Og þú skrifaðir, að þú hefðir ekki mikið að gera. — Nei, alls ekki, frúin er mjög eftirlitssöm, en hún tekur þátt í öll- um verkunum, og svo eru þau barn- laus. Æ, nei, víst voru þau góð við hana. En hví sat hún þá hér og hugsaði óblítt til þeirra? Var það þetta hugs- unarlausa gón, sem aldrei hvarf af þeim, eins og eilíft tóm væri fyrir augum þeirra, frammi fyrir og að baki. Óstöðvandi mælgin í frú Lind- gren var sama eðlis — ekkert sem hún hefði neinn áhuga á; hún masaði einvörðungu til þess að þurfa ekki

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.