Samtíðin - 01.09.1935, Qupperneq 16

Samtíðin - 01.09.1935, Qupperneq 16
14 SAMTÍÐIN að þegja. Og hvernig vörðu þau tóm- stundum sínum? .. . Þar var enginn hlutur, er vakið gæti áhuga þeirra að nokkru ráði. Litprentuð vikurit lágu dreifð um borð og bekki, en engin bók var til á heimilinu. Þóra hafði upp á eigin spýtur snuðrað uppi lánsbóka- safn og brátt orðið vel til vina við konuna, sem annaðist það, vegna þess að hún las bækurnar af alvöru og með skipulagi. En aldrei hafði hún séð frú Lindgren taka sér bók í hönd. Öll þessi vikurit, þar bar að sama brunni, sama hugsunarlausa gónið út í loftið. — En, elsku barn, sagði Anna föð- ursystir, þú ert svo döpur. Hvað gengur að þér? Það er eitthvað, sem þér fellur ekki? — Kanske það sé að mig langi heim, svaraði Þóra. Blinda konan þagði. Hræðsla greip hana, sama hræðslan og kvaldi hana öðru hvoru, meðan Þóra var heima, þótt hún hefði þá altaf vísað henni á bug og aldrei látið neinn verða henn- ar áskynja. Var það ekki rangt að draga ungling inn fyrir hinn þrönga sjóndeildarhring, sem umlykur þann, sem blindur er? Sjálf gleymdi hún því löngum, að nokkuð væri óeðlilegt við það, að vera blindur. Það var komið upp í vana fyrir henni. En hlaut það ekki, án þess að þess yrði vart, að setja hörð og óafmáanleg merki á huga og lífsviðhorf ungu stúlkunnar. Hún hafði rekið þess háttar heilabrot á flótta með þeirri mótbáru, að auðsýnd ástúð og um- hyggja gætu vissulega vegið þar á móti. En nú ásótti þessi hugsun hana á ný. Þóru langar heim til mín, vegna þess að hún er illa úr garði gerð til þess að lifa og hrærast meðal manna, sem hafa allar skynjanir sínar heilar; það háir henni að vera alin upp hjá mér, sem er blind. En hún vildi einskis spyrja. Reyna að hlera eftir hinu sanna .... Þær sátu báðar þegjandi. Þá sagði Þóra up úr eins manns hljóði, hægt og rólega: — Veistu, föð- ursystir, hvað mér dettur í hug. Já, ég uni mér þar ekki, og það er vegna þess, að mér finnst, að þau vanti sjón- ina — og því á ég bágt með að venj- ast. Blinda konan varð fyrst gagntekin af undrun, áður en hún skildi til fulls, hvað í orðum telpunnar fólst, og síð- an af---------Þóra gat ekki fyllilega ráðið svipbrigðin á hrifnæmu andlit- inu; hún hafði aldrei séð þau fyr. Anna föðursystir sat hreyfingar- laus og sneri andlitinu móti sólunni. Hún skeytti ekkert um að þerra af sér tárin. Inga L. Lárusdóttir þýddi. Athugasemd I SAMTlÐINNI 1934, 8. hefti, bls. 8, er þess getið, að ég hafi verið í stjórn bókadeildar menn- ingarsjóðs til 1931. Þótt litlu skipt', þykir mér þó hlýða að taka það fram, að ég var í stjórn þess- arar stofnunar til ársloka 1929, og til minna kasta kom um ein- ungis eina bók, sem út hefir kom- ið á kostnað þessarar stofnunar. Páll Eggert Ólason.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.