Samtíðin - 01.09.1935, Page 28

Samtíðin - 01.09.1935, Page 28
26 SAMTÍÐIN andi er holl fæða, þar eð dálítið af joði er nauðsynlegt til þess að vernda heilsuna. Hinar þrjár hollu og ódýru fæðutegundir: Nýmjólk, ostur og sílcl eru oss nauðsynlegar. Látið unglingana borða þykkar sneiðar af góðum nýmjólkurosti tvis- var á dag, og munið það, að fyr á tímum neyttu bændurnir t. d. á Lá- landi og Sjálandi daglega síldar, og að bein og tennur fiskimannanna og skylduliðs þeirra voru samkvæmt ætlun læknanna hraustari en bein og tennur sveitafólksins. I heslihnetum og möndlum er einn- ig kalk og sömuleiðis í fíkjum, sítrón- um, appelsínum, rúsínum, gúrkum, baunum, káli, selleríi og grænu salati. Þessum ávaxtategundum er því sjálf- sagt að mæla með. Ótti fólks við það, að kalk í fæðu valdi æðakölkun, er á engum rökum bygður. SJÖTTA BOÐORÐ. Járn. Auk fjörefna á fæða vor að hafa í sér fólgna málma, og einn hinna mikilsvei’ðustu er járn, sem er nauð- synlegt rauðu blóðkornunum. Járn finst í eggjum, blóðbjúgum, lifur, grænkáli, salati, baunum, spínati og Heppinn erkibiskup Erkibiskup nokkur var ákaflega hræddur um, að hann hefði íengið hjartaslag. Dag einn, er hann var að matast í veislu, sat hann stund- arkorn þcgull og myrkur á svipinn. En alt í einu glaðnaði yfir honum, og hann sneri sér að sessunaut sín- um, hefðarfrú nokkurri, og mælti: — Ó, hve ég er feginn. Loksins er tilfinningin komin aftur. Ég hef verið að klípa í hægri fótinn á mér síðustu fimm mínúturnar, en þar hefir ekki verið vottur af tilkenn- ingu. — Verið ekki áhyggjufullur út af þessu, yðar hágöfgi, ansaði frú- in. — Það var fóturinn á mér, sem þér voruð að klípa. Viðskiptavinur: Ánægður? Hvort ég er ánægður með f'ótin. Ég hef ekk- ert nema hrósyrði yður til handa. Klæðskeri: Það var nú lakara, og ég sem ætlaði einmitt að fara að sýna yður reikninginn yðar. annari grænmetisfæðu. Fölleit börn þarfnast einkum járns og sólskins. Vigfús Guðbrandsson & Co. Klæðskerar hinna vandlátu. Austurstræti 10. — Símnefni: „Vigfúsco'".

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.