Samtíðin - 01.09.1935, Page 29

Samtíðin - 01.09.1935, Page 29
SAMTÍÐIN 27 Stolin krækiber [Eftir frásögn frú Ingunnar Jónsdóttur frá Kornsá.] 1 veislu einni hélt prestur ræðu og óskaði þess, sjálfsagt þó í gamni, að sama veður mætti haldast í 5 aldir, en þennan dag var hlýtt veður og lít- ils háttar rigning. Þingeyska skáld- konan, Þura í Garði, var í veislunni, og orti hún þá þessa vísu: Ykkur fyndist ævin dimm andans feyskjunjólar, ef alltaf rigndi í aldir fimm og aldrei nyti sólar. Þura fór í bíl til Húsavíkur. Þegar þangað kom, spurði hún bílstjórann, hvað farið kostaði. — Eitt krækiber, svaraði hann og kastaði fram þessum hendingum: Oft hafa svalað sárum þorsta súr og frosin krækiber. Þura botnaði vísuna þegar: Er þér sama hvað þau kosta og hver hefur tínt þau handa þér? Ungur maður, sem oft hafði heim- sótt stúlku, fór lolcs á fund föður hennar og mælti: — Það er nú meira svona formsins vegna að ég tala um þetta við yður, en ég geri það nú samt til þess að taka af öll tvímæli. Faðirinn (öskuvondur): Má ég spyrja, hver það var, sem sagði, að samþykki mitt til þessa ráðahags væri aðeins formsatriði? Biðillinn: Já, með ánægju. Það var konan yðar. Höfum oftast fyrirliggj- andi á v e x t i nýja, þurkaða og niðursoðna frá Suðurlönd- um. Heildversl. HEKLA. Sími 2385. Tryggvagötu 28. Reykjavík. Það er ekki hátí ðisdagur áhverjum degi, en þeir, sem ganga í föt- um frá okkur, eru altaf sparibúnir. Andrés Andrésson. Laugaveg 3, Reykjavík. AV. Saumum nú einnig dömu- kápur, telpukápur og drengjaföt.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.