Samtíðin - 01.09.1935, Síða 30

Samtíðin - 01.09.1935, Síða 30
28 Stærsta kirkja heimsins SAMTÍÐIN Mannkynið hefir jafnan fórnað miklu fé og kröftum fyrir trú sína. Um það bera hinar veglegu kirkjur og musteri víða um heim sýnilegan vott. Stærsta kirkja heimsins er Pét- urskirkjan í Rómaborg, og hefir til byggingar hennar verið varið sem svarar nálega 220 miljónum króna. Kirkjan rúmar um 54000 manns, og stendur hún þar, sem Cajus Caligula reisti hringleikhús mikið á 1. öld. Það hringleikhús er frægt, þó að ekki sé nema vegna þeirra endema, sem þar gerðust á dögum Nerós keisara í sambandi við ofsóknir hans gegn kristna söfnuðinum í Rómaborg. Pét- urskirkjan stendur sem dýrlegur bauti á þeim stað, sem píslarvottar safnaðarins létu lífið hópum saman fyrir trú sína, og þar, sem háaltari kirkjunnar stendur, er mælt, að sjálf- ur Pétur postuli hafi verið kross- festur. Til minningar um Pétur postula lét Konstantín mikli reisa kirkju árið 323 þar, sem nú stendur Péturskirkj- an. En að 12 árum liðnum var sú kirkja orðin svo hrörleg, að ákveðið var að rífa hana og reisa þarna nýja kirkju. Uppdráttinn að þessari vænt- anlegu kirkju gerði Bramante, en Michael Angelo og fleiri endurbættu hann síðar. Péturskirkjan er 693 fet á lengd, 434 fet á hæð og tekur yfir 163,182 □ feta svæði. Þóroddur E. Jónsson. Hafnarstræti 15, Reykjavík. Sími 2036. Kaupir ætí8 hæsta verði sel- slcinn. — Allskonar vefnaðar- vörur ætíð fyrirligqjandi í heild- sölu. KIRKJURITIÐ er tímarit, sem á erindi til allra þeirra lesenda, sem áhuga hafa fyrir andlegum málum. Það er gefið út af Prestafélagi íslands, og ritstjórar eru Sigui'ður P. Sívertsen og Ásmundur Guð- mundsson. í síðasta hefti birtist itarleg frásögn um fjölmennasta kirkjufund, sem hald- inn hefir verið á Islandi. Ritið kemur út 10 sinnum á ári, er um 27 arkir að stærð og kostar aðeins kr. 4.00 árgangurinn. Gerist áskrifendur og pantið rit- ið hjá síra Helga Hjálmarssyni, Hringbraut 144, Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.