Samtíðin - 01.06.1937, Page 7
SAMTIOIH
Júní 1937 Nr. 33 4. árg., 5. hefti
T enskum bókmentum verður oft vart
aðdáunar á norrænni nútímamenn-
ingu. Eiga sumir Bretar, er ferðast hafa
um Norðurlönd, sér vart nógu sterk orð
til að láta í ljós hrifningu sína yfir Nörð-
urlandabúum og háttum þeirra. Nýlega
komst merkur Englendingur þannig að
orði í útvarpserindi: — Hvergi á bygðu
bóli er blessun friðarins auðsærri en með-
al Norðurlandaþjóðanna. Hvergi hefir ver-
ið sýnt betur fram á það en á Norður-
löndum, hve mikils virði friðurinn er, að
stríð leiðir aldrei til aukinnar menningar
og að það á engan þátt í því að gera
menn hraustari og harðfengari. Enda eru
Norðurlandabúar með tápmestu og hraust-
ustu þjóðum heimsins og jafnframt með-
al hinna mentuðustu. Ég leyfi mér að full-
yrða, bætir þessi maður við, — að nor-
rænar þjóðir standa að ýmsu leyti á
hæstu menningarstigi allra þjóða í heimi.
Ef til vill er það þess vegna, að við
heyrum svo lítið um þær sagt dags dag-
lega. Allar stríðsfregnir og fréttir um upp-
þot og gauragang stafa frá öðrum þjóð-
um. En því miður eru það stríð, bylt-
ingar, stórglæpir, slysfarir og hvers kyns
hryðjuverk, en ekki kyrlát menningar-
störf, sem skapa stærstu fyrirsagnirnar í
blÖðunum, og eru þannig meginlestrarefni
almennings hér í landi. En af því leiðir,
að Norðurlandaþjóðirnar og menningar-
störf þeirra liggja um of í þagnargildi.
*
T ér höfum orðið þess varir, að ýmsir
enskir rithöfundar, sem látið hafa í
Ijós aðdáun sína á Norðurlandaþjóðum.
hafa tjáð sig einna hrifnasta af Svíþjóð
og sænskri menningu. Slíkt hefir þó ekki
verið sagt hinum Norðurlandaþjóðunum
til lasts. En þess má geta, að fæstir þess-
ara manna hafa ferðast til Islands, sem
þó mun eiga sér að sumu leyti stórfeng-
legri og sérkennilegri náttúrufegurð en
nokkurt hinna Norðurlandanna. En hvað
viðvíkur þjóðmenningu mættum við ís-
lendingar óefað margt af Svíum læra. Ef
ráða má af uppáhalds samtalsefnum okk-
ar Islendinga, á hverju menningarstigi við
erum nú, verður vart annað sagt en að
menningarlíf okkar sé fátæklegt, fábreyti-
legt og að vissu leyti á glapstigum. Hér
á Iandi er að vorum dómi alt of mikið
talað um pólitík miðað við flestar aðrar
tegundir íslenskrar menningar. Er slíkt
því hvimleiðara þar sem oft er auðheyrt,
að menn tala um stjórnmál af furðu lít-
illi skynsemi og nálega engri þekkingu á
því, sem raunverulega er að gerast og
máli skiptir í þeim efnum. íslendingar eru
fámenn þjóð. Hér ber mjög mikið á ein-
staklingum og það svo, að ýmsir sjá
sjaldnast skóginn fyrir trjám. Af þessu
leiðir, að við fslendingar tölum oft meira
um menn en málefni. Því miður virðist
stundum, sem okkur sé ekki lagið að nyt-
færa okkur hæfileika ýmsra allmikilhæfra
manna, sem við eigum. í þeim efnum
gætum við lært mikið af Svíum. Fáar þjóð-
ir bera dýpri lotningu fyrir bestu sonum
sínum og dætrum en þeir. Hvort sem
sænskur maður hefir sýnt yfirburði í and-
legum og verklegum framkvæmdum, virð-
ast allir vera sammála um að fagna því,
að þjóðin skuli eiga slíkan þegn. Þar kenn-
ir ekki þeirrar lítilsigldu öfundar og and-
hælisháttar, sem því miður er alt of al-
gengur hér á landi, en er þó heldur að
hverfa vegna aukins víðsýnis og mentunar.