Samtíðin - 01.06.1937, Síða 9
SAMTÍÐIN
5
Yfirleitt eru kröfurnar um kunn-
áttu meiri hér en heima. Það er t. d.
tilgangslaust fyrir stúlkur að leita
sér atvinnu liér við skrifstofustörf,
nema þær séu leiknar í hráðritun
(jafnvel á fleira en einu tungumáli)
og vélritun. Hvenær verða kröfur um
hraðritun gerðar heima? Og skrif-
stofustúlkur fá yfirleitt lægra kaup
i Kaupmannahöfn en t. d. í Reykja-
vik, þótt þær þurfi að vera betur
undir starf sitt búnar hér en krafist
er í Reykjavík.
- Álítið þér, að íslendingum sé
ráðlegt að fara lil Danmerkur til
þess að leita sér atvinnu?
— Eg get ekki ráðið fólki alment
til að fara til Danmerkur í atvinnu-
leit. Hér er mikið atvinnuleysi fyrir,
nálega á öllum sviðum. Yarla er það
láandi, þótt liver sé sjálfum sér nsest-
ur, og að innlent fólk gangi fyrir
útlendu. Þó hefir ýmsu íslensku fólki
lekist að útvega sér atvinnu um
lengri eða skemri tíma. En eins og
eg hefi bent á áður annars staðar,
ætti enginn að fara að heiman í at-
vinnuleit óundirbúið, lieldur trvggja
sér atvinnu, ef um er að ræða, áður
en farið er að heiman.
Enn ótryggara er slikt í öðrum
löndum, bæði af atvinnuleysisástæð-
um í flestum löndunum og vegna
l)ess, að venjulega þarf dvalarleyfi
yfirvalda fyrir útlendinga, sem at-
vinnu leita. Er það oftast ill-fáanlegt.
í Danmörku hafa Islendingar sér-
réttindi á þessu sviði samkvæmt
jafnréttisákvæðum sambandslag-
anna.
— Teljið þér, að íslendingum sé
heppilegt að sækja sér mentun til
Danmerkur?
Þessari spurningu mætti svara ját-
andi — en þó með athugasemd.
í Danmörku eru ágætir skólar,
liæði æðri og lægri. Danir standa
mjög framarlega í ýmsúm iðnaði,
eru duglegir verslunarmenn o. s. frv.
Því er liægt að öðlast hér mentun og
kunnáttu, sem haldgóð revnist. Þá
er fjárhagshliðin, sem mikið veltur
á fvrir hvern námsmann. Námsmenn
geta lifað hér ódýrar en í ýmsum
öðrum löndum. Og peningaspamað-
ur getur orðið af jafnréttinu við
Daui; ókeypis eða ódýr skólagjöld
o. fl. Enn er Sáttmálasjóðurinn, sem
létt hefir undir fvrir mörugrn riáms-
manni með styrk. AIl þetta mælir
með að svara spurningunni játandi.
Athugasemdin er þessi: Smáþjóð
eins og við, sem þarf að senda náms-
menn út i heim til þess að afla sér
mentunar, sem ekki fæsl heima fvr-
ir, hefir gott af því, að þeir sæki
fróðleik sinn einnig til annara þjóða
cn samhandsþjóðarinnar. Þetta ligg-
ur i augum uppi. Það á ekkert skylt
við þá skoðun, sem eg hefi lieyrt orð-
aða, að við verðum Dönum of háðir
(pólitískt), með því að námsmenn
leiti of mikið til Danmerkur. Þann
draug verður að kveða niður. Ef við
höfum ekki meiri trú á sjálfstæðis-
getu okkar en það, að hún standist
ekki, að menn sæki aukna mentun til
Danmerkur — þá erum við ver sett-
ir en eg tel. Enda sýnir saga okkar,
síðustu öldina að minsta kosti, að
margir þeir, sem fremst stóðu í sjálf-
stæðisbaráttunni, höfðu sótt mentun
sína til Danmerkur. Sjálfur „Forset-
Frh. á bls. 7.