Samtíðin - 01.06.1937, Síða 10
6
SAMTlÐIN
Jí£ xÁugxmax
Sá er sterkastur, sem er sjálfstæðastur allra.
Henrik Ibsen.
Gerðu það, sem þér sýnist, og hugsaðu ekki um, hvað aðrir segja.
Karl Marx.
Sjálfstæði á að því leyti sammerkt við heiður, að það er eins ög
klettaeyja, þar sem ekki er neitt fjöruborð.
Napoleon Bonaparte.
Afbrýðissemin nærist á grunsemdum og verður annað hvort að full-
kominni brjálsemi eða að engu, ef hún öðlast fulla vissu.
La Rochefoucauld.
Það er ekki aðalatriðið, hve lengi við lifum, heldur hvernig við lifum.
P. J. Bailey.
Bókmentir eru hugsanir hugsandi manna.
Carlyle.
Ástin er unaðslegur draumur.
William Sharp.
Ást er eigingirni tveggja einstaklinga.
Antoine de Salle.
Ást er eins konar sturlun, sem grípur mann vegna annarar persónu.
James Thurber.
Það er ekki hægt að leyna hvorki ást né hósta.
George Herbert.
Ást er ólæknandi sjúkdómur.
Dryden.
Ástin er eins og úthafið; hún er háð flóði og fjöru.
X.
óhamingjan kennir okkur að þekkja hamingjuna.
Thomas Fuller.
Sönglistin er hið mesta hnoss, sem fallið hefir í skaut dauðlegra manna.
Addison.
Fögur sön,glist er englamál.
Carlyle.
Ræðumaður er sá maður, sem segir það, sem hann hugsar og meinar
það, sem hann segir.
W. J. Bryan.