Samtíðin - 01.06.1937, Side 11

Samtíðin - 01.06.1937, Side 11
SAMTÍÐIN 7 FRÁ ÍSLENDINGUM í DANMÖRKU. Framh. af bls. 5. inn“, sem mest vann og best i sjálf- s.tæðisbaráttunni, bafði ekki ein- göngu sótt mentun sína til Danmerk- ur, lieldur kosið að lifa þar lífi sinu fram til dauðadags. — Eru íslendingar vel metnir í Danmörku? Yfirleitt eru Islendingar hér vel metnir. Að því er mér finst betur en mér fanst á stúdentsárum mínum liér fvrir mannsaldri síðan. Vera má, að bér skipti það einhverju, að ungi stúdentinn' hafi frekar rekið sig á virðingarskort en sendiherrann. Samt lmgsa eg, að skoðun min sé ekki fjarri sanni. — Hvemig er háttað efnahag ts- lendinga í Danmörku? — Eg býst við, að langflestir Is- lendingar hér eigi við þröngan kost að búa. Elest námsfólk hefir úr litlu að spila; og fáir hafa atvinnu, sem gefur þeim nema til hnifs og skeið- ar og sumir tæplega það. Það kemur ekki ósjaldan fyrir, að menn leita í sendiráðið i vandræðum — verðug- ir og óverðugir. Seinustu missirin hafa gjaldeyrisvandræðin skapað mörgum sérstök vandræði — i bili að minsta kosti. Hvort hægt er að veita hjálp, fer eftir ástæðum í hvert skipti. Eg gæti nefnt dæmi, sem sýna annars vegar, að varla er hægt að komast hjá þvi að hjálpa og hins vegar, að ástæðulust er með öllu að sinna hjálparbeiðninni. Og margt er i millibilinu milli þessara andstæðna. En að fara frekar út í þá sálma, yrði altof langt mál. — Vita útlendingar nokkuð um ís- lenska menningu? — Flestir mentaðir menn kannast við fornbókmentir okkar og vita, að við erum menningarþjóð frá fornu fari. Nútimarithöfundar okkar, bæði þeir, sem skrifa bækur sinar á öðr- um Norðurlandamálum,og þeir,sem bækur hafa verið þýddar eftir, halda uppi áliti okkar sem menningarþjóð. Sama er að segja um islenska lista- menn. tms upplýsingarstarfsemi seinni ára miðar að sama marki. Yfirleitt hefi eg ekki rekist á það, að útlendingar eigi erfitt með að skilja, að við séum menningarþjóð. Athygli heiðraðra áskrifenda Samtíðarinn- ar, sem enn eiga ógreidd áskriftar- gjcld sín (5 krónur hver) fyrir 1937, skal hér með vakin á því, að ritið á að greiðast fvrirfram. Um leið og vér þökkum öllum þeim, sem gert hafa skil, biðjum vér hina að senda áskriftargjöld sín í peningum eða póstávísun til afgreiðslu ritsins (PósL hólf 75, Reykjavík) sem allra fyrst. Póstkröfur verða sendar með júlí- heftinu. Sparíð þær með því að gera skil sem allra fyrst. Hann: — Ég læt raka mig, með- an þú ert inni hjá vinkonu þinni. Hán: — Þú ert ekkert skeggjað- ur. Hann: — Nei, en ég verð það á meðan.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.