Samtíðin - 01.06.1937, Page 19

Samtíðin - 01.06.1937, Page 19
SAMTÍÐIN 15 kvæmislífinu og sækja frumsýning- ar leikhúsanna. Þá er hönum mjög nauðsynlegt að leita sér verndar áhrifamikilla manna. Það er látið Iieita svo, að ekki þurfi verndar við, en reyndin er önnur. Þegar nemandinn hefir lokið námi við leikskólann, verður hann að reyna að útvega sér eitthvert leikstarf, ef Dramatiska teatern býður lionum ekki fasta stöðu. Þeir, sem eiga því láni að fagna að ldjóta fasta stöðu við eitthvert meira hátt- ar leikhús, eru vitanlega langsam- lega heppnastir. En hinir eru þó fleiri, sem sitja árangurslaust í hið- stofum leikliússtjóranna í þeirri von að fá einhverja atvinnu. Og smám samau bætast þeir í hóp þeirra manna, sem eitt sinn mynd- uðu kjarnann i leikflokki þeim, er ferðaðist um landið að vetrarlagi. Þvi miður verða þeir leikarar nú flestir að láta sér nægja molana, sem falla af horðum þeirra, sem betur eru staddir. Fvrir Heimsstyrjöldina var starf- semi umferðaleikflokkanna í mikl- um blóma. Ur hópi þeirra völdust oft leikarar að leikhúsum stærstu hæjanna hér í landi. Þessir flokkar voru venjulega fjölmennir og við- fangsefnin voru ekki valin af verri endanum. Þar skiptust á leikrit eft- ir Goethe, Schiller, Shakespeare og frægustu nútimahöfunda. Umferða- leikflokkarnir veittu ungum leik- araefnum fúslega viðtöku, og var það talinn mikill ávinningur að hafa hlotið leikmentun á þessum vettvangi. Leikhússtjórarnir i Stokkhólmi og Gautaborg völdu sér að jafnaði starfskrafta úr hópi far- andleikaranna. Nú er öldin önnur, þvi að enginn leikari kemst fram- ar þessa leið. Það má heita sama, hve efnilegir ungir leikarar eiga i hlut, engir þeirra fá nú orðið starf i Svíþjóð, án þess að þar komi kunningsskapur eða sérstök vernd til greina. Orsökin til þess, að umferðaleik- flokkarnir í Svíþjóð komust á von- arvöl. var sú, að fjöldi leikhúsa var reistur þar á árunum fyrir 1920. Þá höfðu allir fullar hendur fjár, og skemtanafíkn manna var gífur- leg. Umferðaleikflokkunum fjölg- aði einnig mjög um þessar mund- ir. Hópar óleiklærðra manna gerð- ust leikarar. Flestir þeirra gáfust að visu upp innan skanuns, enda reyndust þeir með öllu óhæfir til starfans. Þegar hér við bættist, að viðfangsefnin voru oftast af lélegu tagi, minkaði brátt álit manna allri starfsemi ummferðaleikar- anna, og þar við situr enn þann dag í dag. Hér við hættist hin örð- uga samkeppni við kvikmyndaleik- húsin. Og nú er svo komið, að starf- semi umferðaleikflokkanna er í höndum Rikisleikhússins svonefnda, sem sendir fámennan leikflokk lit um bygðir landsins á leikárinu. Hvað aðhafast atvinnulausu leik- ararnir? munu menn spvrja. Þeirra hlutskipti er dapurlegt. Þegar leik- húsin bregðast þeim, verða þeir að reyna að vinna fyrir sér eins og hest gengur. En eftir margra ára Ieikstarfsemi eru ýmsir orðnir ófær- ir til annarar vinnu. Þessir vesa- Iings atvinnulausu leikarár eru i

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.