Samtíðin - 01.06.1937, Page 24

Samtíðin - 01.06.1937, Page 24
20 SAMTÍÐIN ég sagði við sjálfa mig: — Hingað læt ég flytja föður minn, þegar liann er dáinn. En maðurinn minn var ekki á- nægður. Hann var hræddur um, að hin skjótu sinnaskifti mín væru vegna áhrifa frá sér og' bað mig því að ráðgast um það við ein- hvern gamlan vin föður míns, Iivað gera skyldi. En ég hafði tekið þá ófrávíkjanlegu ákvörðun, að láta brenna lík föður míns. Likbrenslan kostaði 40 dollara, og við hjónin ákváðum að stofna sjóð til minn- ingar um ioður minn, er næmi þeirri fjárhæð, sem sparaðist við það að hætta við venjulega jarðar- för. Þessi sjóður skyldi vera lil styrktar fátækum stúdenlum, er stunduðu nám við sama háskóla og faðir minn hafði endur fyrir löngu numið við. Faðir minn andaðist viku síðar. Mér auðnaðist að taka andláti lians með ró. Daginn eftir fór fram kveðjuathöfn yfir líki hans í kap- ellu fyrnefnds háskóla. A leiðinni þaðan til bálstofunnar fórum við framhjá kirkjugarðinum, sem áður er getið. Ég leit með hryllingi á hráblauta moldarhaugana og sót- uga legsteinana, sem þarna bar fvr- ir augun. Ég hugsaði til þess með ánægju, að í stað þess að leggja föður minn i kalda gröf, ætti lík- ami hans nú að leysast upp i ljósi, sem væri eins og sólarbirta. nokkur drög að þjóðarlýsingu eftir dr. Guðm. Finnbogason landsbókavörð, 386 bls. Verð 10 kr. ób., 13 kr. ib. (shirt.), 18 kr. ib. (skinn), Þetta stórmerka rit um ís- lendinga og lyndiseinkunn þeirra, verða allir að eignasl. Höf. ræðir hér uin uppruna ís- lendinga, landnámsmennina, stjórnskipun, lifsskoðun og trú, dularhneigð íslendinga, málið, sögurnar, kveðskap, lislir, vís- indi o. m. l'l. -—• ÖIl er bókin fjörlega og skemtilega rituð. Fæst hjá bóksölum um land alt. Aðalútsala: MÍMIR h/f Bókaverslun, Austurstræti 1, Reykjavík.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.