Samtíðin - 01.06.1937, Síða 32
28
SAMTÍÐIN
eins konar lirifningu. Þetla gerði
mig alveg öruggan, og ég fyltist
löngun til þess að skrifa leikritið.
Hjá mér vaknaði áköf meðvitund
þess, að eitthvað væri að færast út
úr dularheimum. Ég titraði eins og
laufblað af hrifningu yfir því, sem
var að birtast mér, og stundum varð
ég að standa grafkyr, þar til áhrif-
in voru liðin lijá.
Var þetta það, sem kallað er
andagift? Á að skýra orðið hugvits-
maður út frá reynslu þessa rithöf-
undar?
í Varnarræðu Sókratesar lætur
Plató Sókrates segja, að ekki yrki
skáldin af speki sinni, heldur af
eins konar liugkvæmni og andagift.
enda séu þau lík spáprestUm, er segi
margt viturlegt, en skilji ekki merk-
ingu þess.
I nútímaritum, svo sem sumum
alfræðiorðabókum, er hugtakið
andagift skýrt eittlivað á þá leið,
að þar sé að ræða um vald, lögmál
eða áhrif, sem skapi einkenni,
hreytni eða örlög'. Andagiftin stjórni,
leiði eða styrki mannlega liugsun.
Hér er áhrifum andagiftarinnar lýst
þannig, að þau séu eins og orka,
sem veitt sé inn í sálina, en við
það skapist hugsanir eða sérstakt
sálarástand fyrir utan að komandi
álirif. Sé hér því að ræða um stvrk-
ing og auðgun mannlegra gáfna.
Dag einn kom listmálarinn C. R.
W. Nevinson til mín.
— Ég veit, að þér hafið áhuga
fyrir sálrænum efnum, sagði hann.
— Þess vegna ætla eg að skýra yð-
ur frá því, að tvær af myndunum
minum, sem nú eru til sýnis í Lei-
Hinir ágsetu Gefjunardúkar
fullnægja öllum þeim kröfum, sem frekast verða gerðar. Þeir
eru mjúkir og hlýir, en jafnframt snöggir, áferðarfallegir og
smekklegir.
Það er gagnslaust að tala um lieilsuvernd, ef menn kunna
ekki að klæða sig i samræmi við það loftslag, sem þeir eiga
\ið að húa.
Föt úr íslenskri uli henta íslendingum best. —
Klæðaverksm iöjan Gefjun, Akureyri
Étsala Aðalstræti 5, Reykjavík og í kaupfélögum um land alt.