Samtíðin - 01.05.1941, Page 11

Samtíðin - 01.05.1941, Page 11
SAMTÍÐIN / MERKIR SAMTÍÐARMENN Dr. Árni Helgason, verksmiðjueigandi í Chicago, er fæddur í Hafnarfirði 16. marz 1891. Foreldrar: Helgi Sigurðsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Setbergi. Árni stundaði um tíma nám við Flensborgarskólann, en. nam þvi næst skósmiði hjá Oddi ívarssyni, sem nú er póstmeistari í Hafnarfirði, og fékk sveinsbréf í þeirri iðn. Árið 1912 fór Árni til Vesturheims og fékkst þar við ýmis störf. Hóf hann síðan verzlunarnám og sýndi við það slikan dugnað,' að honum var veitt leyfi til há- , skólanáms. Lagði hann þvi næst stund á raf- Árni Helgason ■ magnsverkfræði og lauk prófi í þeirri grein. iiy Siðan hefur Arni jafnan starfað að framleiðslu f/g ':jpll| rafmagnsvéla, fyrst hjá dr. Hirti Þórðarsyni i Chicago, en síðan 1928 sem forstjóri fyrir raf- tækjaverksmiðjunni „Chicago Transformer Cor- poration", er hann stofnaði það ár ásamt þrem ameriskum verkfræðingum. Hefur það fyrir- tæki stöðugt færzt í aukana, þrátt fyrir við- skiptakreppu. Arið 1940 var Árni kjörinn heið- ursdoktor við háskóla í Norður-Dakota. — Árni Helgason er afburða duglegur maður. Hann er Pétur II, kon- ungur Júgó- slafa, er fædd- ur 6. sept. 1923. Foreldrar: Al- exander I. Jú- góslafakonung- ur og drottning hans Maria áf- Alexander ur prinsessa af Sachsen-Ko- hurg og Gotha ásamt Stóra- Bretlandi. Þegar Alexander I. var myrtur í Marseille 9. okl. 1934, kom Pétur II. til valda, en sakir æsku hans, skyldi sérstakt j’íkisráð fara með konungsvald 1 Júgoslafíu, þar til konungur hefði náð lögaldri. Hafði Páll Pfins, frændi konungs, forustu ''íkisstjórnarinnar. Með bylting- unni í Júgoslafíu i marzlok s.l. Jók Pétur II. völdin í sínar hendur, en skömmu síðar réðust Þjóðverjar á h*nd hans, með þeim tíðindum, sem kunnug eru. Marlene Dietrich, hin fræga kvikmyndastjarna, e>’ fædd i bænum Weimar í Þýzkalandi árið 1902. Hún er dóttir háttsetts embættismanns, er féll í heimsstyrjöldinni 1914—18. M. D. stund- aði kornung söngnám í Berlín, en sneri sér hrátt að leiklist. Vakti fyrst verulega athygli ‘* sér í kvikmyndinni „Blái engillinn" árið 1926, þar sem hún lék móti Emill Jannings. Hefur hún yfirleitt notið mikilla vinsælda síðan. Pétur II. fslendinga, sem aukið hafa hróður þjóðar sinnar vestan hafs, enda mjög þjóðrækinn maður. — Kvæntur er hann ágætri konu, frú Kristínu Johanson, ættaðri úr Skagafirði. Albert V. Alexander, flotamála- ráðherra Breta, er fæddur 1. maí 1885. Hann var flotamála- ráðherra í þjóðstjórninni 1931. Alexander barðisl í heimsstyrj- öldinni 1914—18, og er kapteinn að nafnbót. — Hann hefur um langt skeið gegnt miklum störfum fyrir samvinnufélög- in brezku og setið á þingi síðan 1922. — Hann er trú- maður mikill. M. Dietrich Henry Morgenthau, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er fæddur ^ið 1891. Stundaði nám við Cornell-háskólann. H. M. hefur iengi fengizt við stjórnmál. Á árunum 1922—33 gaf hann út hmaritið „The American Agriculturalist“. Roosevelt forseti skip- aði Morgenthau árið 1933 formann fyrir félagsskapnum „Fe- neral Farming Board“, en síðan 1934 hefur Morgenthau verið 'iarniálaráðherra Bandaríkjanna. H. M. á til fjármálamanna að telja. Hann er stórlega mikilhæfur maður, og reynir núna mikið á vit hans og forsjálni.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.