Samtíðin - 01.05.1941, Side 17

Samtíðin - 01.05.1941, Side 17
SAMTÍÐIN 13 Jón Magnússon skáld : Islenzk tunga NÚ um tveggja missera skeið hefur ver- ið allmikið rætt og ritað um móðurmálið. —- Helgi Hjörvar rithöfundur birli í „Vikunni" þann 20.marz 1940 rit- gerð, er hánn nefndi „Um íslenzka tungu“. Þá kom önnur ritgerð eftir Árna Pálsson prófessor í tímaritinu „Jörð“, „Málskemmdir og málvörn“. En síðan liafa margir, karlar og kon- ur, siglt í kjölfar þeirra, og hefur hrevfing þessi farið vaxandi allt til þessa dags. Nú fyrir skönnnu kom á prent hæklingur eftir þrjá miálfræðinga, þá Sveinhjörn Sigurjónsson, Björn Guð- finnsson og Magnús Finnbogason, Fjögur erindi um islenzkt mál, er þeir hafa sjálfir flutt í útvarpið nú í vetur. Þeim farast orð á þessa leið i formála: „Tilgangur okkar var að henda á, að islenzk tunga er nú i mikilli hættu. Er hin mesta nauðsyn, að menn geri sér það ljóst. Annars er borin von, að úr verði hætt“. Það munu fáir verða til að ve- fengja álit þessara manna, enda vita það allir, sem einhverja skímu liafa fyrir sér, að nútíðarmál vort er meingað hæði í ræðu og riti. En til þess að bót verði á því ráðin, verður að leita orsakanna og hafa þar við enga hlífð. Það er bezt að viðurkenna það, sem satt er, að vér höfum verið í styrjöld við þjóðlega menningu vora og reist þjóðfélagshygginguna á erlendum fjörusandi i stað þess að grafa niður á hjarg vorrar eigin þjóð- menningar og staðliálta. Þó að ég nefni nöfn lærðra manna hér að framan og vilji fúslega taka undir mál þeirra, skal það þegar tek- ið fram, að ég tala ekki úr þeirra hópi, heldur úr flokki alþýðumann- anna, sem aldrei hafa staðið innan neinna skólavéhanda. Vér höfum lifað á þeim auði einum, sem þjóð- lifið í allri fátækt sinni hefur lagt oss til. Menntun vora, ef nokkur er, höf- um vér fengið með ])ví að skvggnast í bókmenntir þjóðarinnar. Þær hafa kennt oss málið og hundið hjarta vort við áltliagann. Ef vér lítum yfir þann bókakost, sem skapazt hefur i landinu á síðustu árum, ber miklu minna á hókmennt- um þjóðarinnar en hinu erlenda flóði, sem veitt er vfir landið. Ný út- gáfufélög hafa verið stofnuð, sem hvggja tilveru sína að miklu levti á erlendum efniviði og starfa hvert í kappi við annað. En að sama skapi verður æ hljóðara um Bókmennta- félagið og Sögufélagið með hverju ári. Þjóð, sem eltir liverja útlenda flökkutízku, vaiðar ekkert um sögu sína. Sama máli gegnir um þær bók- menntir, sem skapazt liafa með þjóð- legu sniði á siðustu árum. Vér eigum að lieita heimsborgarar og alþjóða- menn. Þess vegna eru þjóðlegir rit- höfundar eins og gamlar, úreltar vaðmálsflíkur á hinum farðasmurða Jón Magnússon

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.