Samtíðin - 01.05.1941, Side 25

Samtíðin - 01.05.1941, Side 25
SAMTÍÐIN 17 og 3000 dollafa fyrir að syngja í út- varp. Kvikmyndafélagið Twentieth Centnry-Fox greiddi henni 6000 dollara fyrir það, að hún söng tvö lög við vígslu stórhýsis, sem félagið hafði látið reisa í Springfield í Illinois. Hún er fvrsti negra-söngv- ari, sem nokkru sinni hefur verið fenginn til að syngja einsöng i Hvíta húsinu í Washington, í návist Handaríkjaforseta. Og þegar forset- inn sagði: — Jæja, ungfrú Ander- son, þér eruð alveg eins og mynd- irnar, sem ég hef séð af yður, *— fann söngkonan í fyrsta sinn á æv- nini til feimni frammi fyrir áheyr- endum sínum, og allt i einu liafði hún steingleymt ræðunni, sem hún öetlaði að halda við þetta tækifæri. En þegar hún var kvödd til að syngja í Hvíta húsinu í júní 1939 fyrir brezku konungshjónin, hélt hún andlegu jafnvægi sínu og sál- arró gagnvart öllum hinum tignu aheyrendum, rétt eins og hún væri sjálf konungborin. ENDA ÞÓTT Ameríka vildi ekki viðurkenna Marian Anderson árið 1931, gleypti Evrópa þá við henni. London, Wien, Osló og Prag huðu í hana, hver i kapp við aðra. ■sex söngskemmtanir, sem áformað- ar voru á Norðurlöndum, urðu að Arið 1936 átti hún að hafa hHggja vikna söngdvöl í Rússlandi, 011 Rússar slepptu henni ekki fyr 011 eftir þrjá mánuði. A ítaliu var henni tekið með kostum og kynj- 11 og i París hafði engum tónlist- örnianni tekizt að fullskipa óperuna a undan henni, nema þeim Kreisler og Rachmaninoff. I Finnlandi hlotn- aðist henni sá heiður, sem tiltölulega fáum fellur í skaut, að vera boðin til tónskáldsins Sibeliusar. — Við drekkum kaffi, sagði Si- belius, er liann ha^ði boðið Marian Anderson inn. En þegar hún hafði sungið fyrir hann, kallaði hann: — Ekki kaffi, heldur kampavín! Þrátt fyrir mikla frægð er Marian Anderson ávallt sama hæverska og lítilláta stúlkan frá Suður-Fíla- delfíu. Fjölskylda liennar hefur um 25 ára skeið átl heima i litlu stein- Iiúsi. Þar naut Marian í bernsku frábærs ástrikis foreldra sinna, enda var hún sólargeislinn á heimilinu. Faðir hennar, sem nú er látinn, seldi kol og is, en móðir liennar var kennslukona, áður en hún giftist. Marian var snenima mjög söng- hneigð og setti markið þegar mjög hátt í þeim efnum. Tíu ára gömul fékk hún að fara með föður sínum til fornsala í því skyni að kaupa fiðlu, sem hana hafði að undan- förnu langað mjög til að eignast. Fiðla'n kostaði 4 dollara, og gat Ma- rian borgað hana með sparifé sínu. Aftur og aftur spurði hún fornsal- ann, hvort fiðlan væri nú áreiðan- lega af beztu tegund, því að annars kvaðst hún ekki vilja hana. Fyrsta endurminning Marians er, eins og vera ber, í samhandi við söng. Eitt sinn, þegar hún var tæpra þriggja áya, skildi móðir hennar liana eftir einsamla í borðstofunni. Veggirnir í stofunni voru fóðraðir, og efst á veggfóðrinu, uppi við loft- ið, var rósaborði. Litla stúlkan fór nú að syngja fyrir sjálfa sig, og

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.