Samtíðin - 01.05.1941, Síða 28

Samtíðin - 01.05.1941, Síða 28
20 SAMTÍÐIN örlagarik frægðarstund rann upp. Það var um pá'skaleytið 1939. Þá vann Marian Anderson sinn mesta og ómótstæðilegasta sigur undir beru lofti, á þrepi fvrir framan líkn- eski Lincolns í Washington. Henni hafði verið neitað um að syngja í viðunandi salarkynnum, m. a. í Con- slitntion Hall í Washington. En ýmsir merkir menn fylltust samúð með henni, sakir andspyrnu þeirr- ar, er hún átti við að striða. Þar á meðal var La Guardia, horgar- stjóri í New York, forsetafrú Banda- rikjanna og meðlimir hinnar heims- frægu Fíladelfíu-hljómsveitar. Allt þetta fólk heitti sér fvrir því, að Marian Anderson héldi söng- skemmtun úti, í mótmælaskyni gegn því, að henni hafði veríð neitað um húsnæði. Gg nú báðu verndarar hénnar guð heitt og innilega um þurt og gott veður. Þeir hlutu hæn- heyrslu, og á tilsettum tíma stóð hin hávaxna og stillilega negra- söngkona á fótstalli Lincoln-stytt- unnar — andspænis 75000 þöglum áheyrendum. Loftið var mettað af eftirvæntingu. Enginn maður i Bandarikjunum hafði megnað að safna um sig jafnfjölmennum liópi manna, síðan flugkappanum Lind- hergh hafði tekizt það árið 1927. Þarna hóf Marian upp rödd sína, og þegar hún söng — My Countnj ’Tis of Thee, Ave Maria og Nobodij Knows the Tronble Tve Seen, blik- uðu ósvikin tár á mörgum hvítum og dökkum vanga í mannhafinu andspænis henni. Aldrei hafði nokkrum einsöngvara verið fengið jafnörðugt hlutverk og henni á þess- Fylgið tízkunni 1941 og klæðizt hlýjum og smekklegum ULLARFÖTUM MUNIÐ, að beztu og fallegustu ullarfötin fáið þið hjá PRJÓNASTOFUNNI HLÍN Laugavegi 10 Reykjavík Heildsala —< Smásala — Fallegasta og mesta úrvalið af nýtízku ■H’.ÚSfyÖ.Q.num. Verð við allra hæfi. Allt unnið á eigin 1. fl. vinnustofum. HÚSGAGNAVERZLUN Kristjáns Siggeirssonar Laugavegi 13

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.