Samtíðin - 01.03.1942, Page 9

Samtíðin - 01.03.1942, Page 9
SAMTÍÐIN 5 svo að brátl laka menn að ljúga „með köldu blóði“. Sumir temja sér ósannsögli í það ríkum mæli, að þeir vita tæplega sjálfir, hvenær þeir segja ósatt. Að minnsta kosti virðast þeir Irúa þvi, sem þeir eru að segja. Einn af hundraði er með þessu marki brenndur. — Er fáfræði undirrót ósannsögli? — Já. Þeir, sem skrökva að stað- aldri og binir, sem. gera það aðeins endrum og eins, reynast oft fáfróðir um það, sem þeir eru að tala um. Þeir fylla upp í eyður þekkingar sinn- ar með hreinum uppspuna. Blaður er oft litað af alls konar fáránlegum upplýsingum. Fáfróðir menn, sem vita fullvel um fáfræði sina, breiða oft yfir liana með háfleygri mærð. Og fólk, sem skortir þekkingu og er sér þess meðvitandi, reynir ósjaldan að sýnast fróðara en það er í raun og veru. — Getur maður, sem er að ljúga, horft einarðlega framan í þann, sem hann er að tala við? — Já. 75% af fólki getur horft einarðlega í augu þeirra, sem það er að segja ósatt. Lygarar eru meira að segja allra manna einarðlegastir á svipinn. Bezta ráðið gagnvart slíkum niönnum er að leggja sem minnstan Irúnað á söguburð þeirra og leita sér hetri heimilda annars staðar. — Eru konur ósannsöglari en karlar? — Nei. Það eru engin rök til fyrir pvi, að annað kvnið sé ósannsöglara en liilt. Konur eru að vísu oft kænni en karlmenn í þessum efnum. -— Er liægt að þekkja lygara á rit- hönd þeirra? —- Nei. Margir vísindamenn liafa rannsakað rithendur manna gaum- gæfilega, i von um að geta lesið lynd- iseinkunn þeirra út úr skriftinni, en slíkt hefur reynzt ókleift með öllu. — Eru sumir kynflokkar manna lygnari en aðrir? — Vafalaust. Mannfræðingar og landkönnuðir hafa veitt þvi athygli, að ýmsir frumstæðir kynflokkar eru afar skreytnir, en þó eru athuganir þeirra ekki nógu ítarlegar til þess, að telja megi þær óyggjandi. —- Segir fólk sannleikann, er það hefur verið dáleitt? — Nei. Ef menn lialda, að dáleiðsla nægi til þess að láta fólk segja sann- leikann, skjátlast þvi mjög. Bezta ráðið gegn ósannindamönnum er að láta þá vaða elginn, þar til þeir eru orðnir tví- eða margsaga. Með því móti ganga þeir sjálfir í gildruna. — Ljúga menn síður að vinum sínum en ókunnugu fólki? — Já, það gera menn að sjálfsögðu. Þegar tveir ókunnugir hundar mæt- ast, urra þeir oft hvor framan í ann- an og gera ýmislegt til þess að sýn- ast sem myndarlegastir. Þegar tveir ókunnugir menn hittast, hættir þeim oft við að segja af sér frægðarsögur í því skyni að gera veg sinn sem mest- an í augum hvor annars. — Er leti oft undirrót ósannsögl- innar? — Ekki ætti það að vera. Ef menn halda, að þeir geti sparað sér ómak með því að skrökva, skjátlast þeim mjög. ,Ósannindi liafa ýmis konar örðugleika í för með sér. Ef maður hefur logið, verður hann að muna, að hverjum hann laug og hverju

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.