Samtíðin - 01.03.1942, Qupperneq 13

Samtíðin - 01.03.1942, Qupperneq 13
SAMTÍÐIN 9 séu ekki margar, sem telja það bæj- arbúurn lil fordildar, er þeir i hress- ingarskyni og skemmtanar leggja leiðir sínar lil fjalla. Fyrir þeirri skoðun heyrist sú röksemd, að ekki hafi forfeður vorir og mæður talið þess þörf, og liafi þau þó lifað lifi sínu við góða lieilsu. Satt er það að vísu, að ekkert nema ísköld nauðsyn lífsbaráttunnar fékk fyrri kynslóðir til þess að leggja leiðir sínar inn i óbyggðir. Oft lentu menn þá í eftir- minnilegum hættum og hrakningum, enda fákunnandi og fátækir af þeim nauðsynlegasta búnaði, sem slíkar ferðir krefjast. Hinir, sem nú ferðast um óbyggðir, tala og digurbarkalega um idáðleysi liinna horfnu kynslóða, sem sátu niðri i dölunum og aldrei fóru að nauðsynjalausu upp á hin næstu fjöll eða um nálægustu <)- hyggðir, og voru svo fákunnandi um þær, að furðu sætti. En hvorir tveggja þessir dómar eru rangir. Viðhorfið gegn óljyggðununi og ferðalögum um þær hefur skapazt af ólíkum lífs- venjum kynslóðanna. Þær kynslóðir, sem lifðu í di-eifbýlinu úti um byggð- ir landsins, voru i sifelldu samlífi við náttúruna. Og það samlíf var ekki ætíð vinsamlegt, siður en svo. Mað- urinn átti í stöðugri baráttu við harð- lynd náttúruöfl, sem lítil eða engin grið gáfu. I augum, þess manns urðu óhvggðirnar sem óvættur, er bezt var að láta afskiptalausa, og vakti ótta og jafnvel skelfingu, og það þvi meira, sem maðurinn var varnar- niinni i lífsbaráttunni. Innra með manninum skapaðist andúð gegn því, að leita út fyrir þau takmörk, sem hann var kunnugur og lífsbaráttan liélt honum í. í augum þess manns verður sú náttúra ein fögur, sem er frjó og friðsæl. Dreifbýlismaðurinn þráir meira að liitta menn og gróður en hrikaauðnir öræfanna, sem lion- uni stendur stuggur af og oft senda lionum kaldar kveðjur liríðar- og sandbyíja. Öðru máli gegnir um borgarbúann. í borgunum þjappast fólkið saman. Heimur þess eru göturnar, fullar af ryki og skuggasælar af háum hús- um. Þar verður ekki þverfótað fyrir fólki. Dagleg vinna borgarbúans er innan liúss, andrúmsloft lians er þrungið revk og ryki, og sólargeisl- arnir, sem á liann skína, eru oft fáir. En innst í sál lians vakir draumur um náttúruna, sem er horfin og þráin eftir að heimsækja hið týnda land forfeðra iians. Af þessu skapast fólks- straumurinn til fjallanna, þegar færi gefast. Fjallferðirnar eru borgarbú- anum nauðsjmleg hressing og heilsu- bót. Þar fær hann nýjan starfsþrótt við að teyga tært loftið og njóta kyrrðar og hvíldar öræfanna. En við þetta bætist einnig ævintýragjarn af- rekahugur æskunnar. Fátt er æslcu- manninum hollara en að leggja sig i nokkra raun, og fá raun mun betur fallin til að skapa framsækinn huga en sú, að klífa bratta tinda, finna, hversu víðsýnið eykst við hvert fót- mál og njóta sigursins, þegar tindin- um er náð. Slíkt eykur heilbrigðan metnað og þol, auk þess sem fjall- gangan er Iíkamleg stæling og kenv ur þeim, er liana þreytir, í náið sam- neyti við náttúru lands þess, sem hefir alið hann. Því að ætið reynir þar um leið á athygligáfu við að leita

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.