Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN Síra Helgi Konráðsson : Sýslufundarvika Skagfirðinga [Þessa bráðsnjöllu og skemmtilegu grein um „sæluviku“ Skagfirðinga hefur síra Helgi Konráðsson skrifað fyrir beiðni Samtíðarinnar. í með- ferð síra Helga, sem er prýðilega ritfær maður og á sér auk Jjess óvenju hlýlega fyndnigáfu, hefur hér orðið til merkilegur þáttur um einstakt fyrirbrigði hér á landi. Væri vel, ef fleiri ritfærir menn tækju sig lil og skrifuðu um önnur efni í þágu menningarsögu vorrar. Rilstj.] SA U Ð Á R- KRÓKUR er eitt af stærri þorpum landsins, með hartnær þúsund íbúa. Hann er verzlun- arstaður Skag- firðinga allt út til Kolbeinsár að austan. En þar fyrir utan er sótl verzlun í Hofsós. Á Sauðárkróki er bátaútvegur, og glæðist liann nú óð- um í skjóli hafnargarðsins, sem byggður var fyrir skemmstu. Fisk- urinn er hraðfrystur og seldur sem striðsmatur. Mjólkursamlag er Ii'ér, og ganga bilar daglega framan úr sveitunum með mjólk og flytja jafn- framt fólk, sem kemur Iiingað i verzl- unarerinidum. Eru þeir oft hlaðnir mjög á kvöldum, þegar þeir fara heim aftur og má segja, að þeir séu þá fullir. Samlagið selur allmikla mjólk til Siglufjarðar. Mjólkin er sótt utan að á mótorbát, og eru þær ferðir not- aðar fyrir aðra flutninga einnig, og svo farþega og falla jafnan tvisvar í viku, og lieitir það að fara með Skapta, livað sem skipstjórinn eða báturinn annars kunna að heita. En þetta slafar af þvi, að sá, sem oftasl fer þessar ferðir, heitir Skapti og er að góðu kunnur öllum Skagfirðing- um. Ilér í þorpinu er einnig stundaður landbúnaður. Þorpsbúar stunda mjög garðrækt og reka fjárbú. Er hér á annað þúsund sauðfjár, hálft annað hundrað kýr, mikið af lirossum og hænsnum, en minna af geitum og svínum. Refi og minka hafa menn í búiím. Hins vegar sæla rottur stöð- ugum ofsóknum af hreppsnefndar- innar hálfu. Þannig er ekkert Iíklegra en að borgararnir mæti á morgungöngu sinni ýmis konar lifandi peningi, einkuni eftir að fer að vora. Ærnar snöltra drauggæfar milli húsanna. Og þó að gaman sé að mæta þeim, eins og nokkurs konar æskuvinum sínum, þá verða þær stundum full nærgöngular við kálgarðana. Rless- aðar kýrnar koma rymjandi út úr fjósunum, sárfættar, þegar fer að líða á sumarið, af að ganga á harðri brautinni. Þær eru svo reknar lil beilar. Ekki má gleyma því, að þorp- Helgi Konráðsson

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.