Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN sína, sem aðeins eru eftir kl. 8 á kvöldin. Þannig hefur allt þelta, sem flutt er í sýslufundarvikunni á Sauðárkróki, koslað fórnir sjálfboðaliða, sem margir eru störfum lilaðnir alla daga, og verði svo einhver ágóði af sam- komunnm, rennnr hann í sjóði ein- hverra góðgjörðafélaga. Arður starf- endanna er sá einn, að skemmta fólkinu, eða vinna í þágu listar og menningar. Hvort heldur sem er, hefur það mikið gildi; hollar gleði- stundár við nautn listar eða fræðsln eru mikilla þakka verðar. Sýslufundardagarnir hafa nokkuð skipt um svip, síðan hílaöldin liófst. Áður komu menn ríðandi á gæðing- um sínum eða akandi á sleðum á glærum isunum og héldu til á Krókn- um í 2—3 daga. Nú koma menn á bílum seinni hluta idags og fara aftur lieim með morgninum, að loknum dansi. Margir gista þó og dveljast nokkra daga, einkum þeir, sem koma langt að, því að hópar manna koma með Skapta frá Siglufirði eða yfir fjöllin vestan úr Húnavatnssýslu eða jafnvel lengra að, ank Skagfirðinga sjálfra, sem rnjög fjölmenna í Krók- inn ])essa dagana. Allir koma auðvilað til að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra og njóta þess, sem fram er borið. Stundum er það látið í veðri vaka, að skemmlan- irnar séu rysjóttar og ekki fari allt fram með setningi og þarf ekki s\o fjölmenn mót sem þetta til að fá slíkan vitnishurð, og mörg fá hann með meira rétti en sæluvikan okkar. Hitt er sannleikur, að sýslufund- arvika Skagfirðinga á Sauðárkróki er ekki aðeins sérstætt fyrirbrigði í þjóðlífi vorn, lieldur einnig talsvert merkilegt. Skagfirðingar koma þar fram með það, sem þeir hafa að bjóða af ýmis konar andlegri fram- leiðslu sinni á sviði leiklistar og söngs og íþrótta, hæði andlegra og likam- legra. Ágætir leikir hafa verið sýndir og verið prýðilega leiknir. Þá er hoð- ið upp á fræðslu og umræður um vandamál héraðs og þjóðar. Ég væri þá ekki góður Skagfirð- ingur, ef ég teldi ekki Skagfirðinga geta lagt eitthvað gott til þeirra mála, sem þeir fjalla um, og það eins þótt um fleira sé rætt en hesta. En þegar um er að ræða sýslufundarviku Skagfirðinga, eða sæluvikuna, eins og hún er stnndum kölluð í gamni — og alvöru, þá held ég, að fullyrða megi, að um sé að ræða allmerkilegt menningarfyrirhrigði í íslenzku þjóð- lífi. Innheimtumaðurinn: — Jæja, nú verðið þér að horga þessar 25 krón- ur af útsvarinu yðar í dag! Borgarinn: —- Kemst ég ekki af með að borga 10, eins og vant er. Innheimtum.: — Nei, það er ekki nóg. Bæjargjaldkerinn á fertugs- afmæli á morgun, svo að hann kemst ekki af með minna. Eg trúi ekki einu orði af því, sem þetta hölvað ekki-sen blað seg- ir, þó ég viti, að það sé nú óvart að segja sannleikann. Margar mjög athyglisverðar greinar eft- ir innlenda og erlenda höfunda bíða næstu hefta.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.