Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 30
26 SAMTÍÐIN ur heimili sitt úr einum stað í annan, fyrst milli bæja í Fjörðum, þá að Þverá í Dalsmynni, að Bárðartjörn í Höfðahverfi, að Mosfelli í Göngu- skörðum, Fagranesi á Reykjaströnd, Tjörn á Borgarsandi, Sauðárkróki, Húsavik, Flatey á Skjálfanda — og svo hefur hann aðra vegferð þaðan á gamals aldri og nemur að lokum staðar i Réykjavík. En sagan, sem hann segir, gerist ekki nema að litlu Ieyti þar, sem hann á heima, heldur að mestu leyti í verunum, þar sem hann ýmist dregur fisk úr sjó eða er aðgerðarmaður, og svo á leiðinni i verin og úr þeim, þegar hann ýmist gengur á fund bókmenntamannanna eða situr bekkinn með þeim, sem eru á ferð og flugi eins og liann. Hvar, sem hann fer, sér hann og skilur und- arléga margt, og því er líkast, að hann sé jafn kunnugur á öllum svið- um þjóðlífsins. En umfram allt hef- ur hann undra-glöggt auga fyrir mönnum, hvar sem hann kemur. Hann leiðir fram fjölda manna, sem við sjáum ljóslifandi fyrir okkur, um leið og við lesum bókina. Lesandan- um finnst hann verða nákunnugur foreldrum lians, Sigurði gamla kolla í Uppibæ, Jóni í Krosshúsum, Bjarna frá Vestari Krókum, séra Árna Jó- hannessyni, séra Sigurði á Þöngla- hakka og maddömu Guðrúnu, Ás- mundi á Tindriðastöðum, Sæmundi Sæmundssyni frá Látrum, Kussungs- staðasystrum, Jónasi í Hróarsdal, Davíð niðursetningi, Jónasi kokk, Trausta hreppstjóra í Garði, Ingvari á Bárðartjörn, Helgu gömlu Steins- dóttur á Sauðárkróki, Veðramóts- fólkinu í Skagafirði, Kristjáni kaup- Pjóðfræg vörumerki: Tip Top-þvottaduft Mána-stangasápa Paloma — óviðjafnanleg handsápa.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.