Samtíðin - 01.12.1949, Blaðsíða 6
SAMTÍÐIN
Jólaskáldsögur
Ást, en ekki hel.
Heillandi ástarróman eftir
Frank G. Slaughter, höfund bók-
arinnar Líf í læknis hendi.
Silkikjólar og glæsimennska.
Þegar skáldsaga þessi kom fyrst
út, í'yrir hartnær þrjátíu árum,
var nafn höfundarins, Sigurjóns
Jónssonar, þegar í stað á allra
vörum.
Þegar ungur ég var.
Heillandi skáldsaga eftir Cronin.
Saga þessi hefur farið sigurför
um veröldina, fyrst sem liók og
síðan sem kvikmynd.
Læknir eða eiginkona.
Áhrifamikil og spennandi saga
um ungan kvenlækni, sem ann
starfi sínu og heldur sig geta virt
að vettugi köllun sína sem eigin-
kona og móðir.
Bragðarefur.
Ákaflega spennandi söguleg
skáldsaga eftir Samuel Shellabarg-
er, höfuild Sigurvegarans frá
Kastilíu.
Hann sigldi yfir sæ.
Skáldsaga um ungan mann, er
ræðst í siglingar um heimshöfin,
ratar í fjölmörg ævintýri, bæði á
skipsfjöl og í hafnarbæjum víða
um heim, og eignast marga og
margvíslega félaga.
Dagur við ský.
Skáldsaga eftir sama höfund og
Líf í læknis hendi. Ný útgáfa
komin á markaðinn. Bókin kom
fyrst út fyrir síðustu jól og seld-
ist þá upp á fáeinum dögum.
Kæn er konan.
Skemmtileg saga um kvenna-
kænsku og margvísleg ævintýri á
spennandi ferðalagi umhverfis
jörðina.
Ást barónsins.
Spennandi saga um íturvaxinn
sænskan harón, gullfallega danska
greifadóttur og margar aðrar eft-
imiinnilegar persónur. — Tvær
síðasttöldu sögurnar tilheyra
hinum vinsæla skáldsagnaflokki
Gulu skáldsögurnar.
Kaupið jólabækurnar tímanlega! Eftirsóttustu bækurnar seljast
alltaf upp löngu fyrir jól.
Draupnisiítgáfan — Iðunnariítgáfan
Pósthólf 561 -— Réykjavík.