Samtíðin - 01.12.1949, Síða 9
SAMTiÐIN
Desember 1949_Nr. 158_16. árg., 10. hefti
SAMTIÐIN kemur mánaðarlega, nema í janúar og ágúst. Árgjaldið er 20 kr. og greið-
ist fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er. Úrsögn er bundin við áramót.
Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason magister, sími 2526, pósthólf 75. Áskriftar-
gjöldum veitt móttaka i verzluninni Bækur & ritföng hf., Austurstr. 1, Bókabúð Aust-
urbæjar, Laugaveg 34, og á Bræðraborgarstig 29. Prentuð í Félagsprentsmiðjunni.
ÍSLENZKT RÍKISLEIKHÚS
^ERULEGUR hluti þeirrar menningar-
viðleitni, sem vart hefur orðið hér á
landi á þessari öld, hefur miðazt við höf-
uðstað landsins og íbúa hans. í Reykjavík
eru helztu menntastofnanir þjóðarinnar,
og þar eru lífsþægindin mest. En sú þjóð,
sem ætlar sér ekki að safna öllum börn-
um sínum í höfuðstað sinn (og hverjum
dettur slíkt í hug?!), má aldrei gleyma
þörfum þess fólks, sem býr utan endi-
marka hans.
Þegar ég var við upplestrarnám í Stokk-
hólmi sumarið 1936, átti ég oft tal við
sænska leikara. Þeir sögðu mér frá stofn-
un og starfi hins unga sænska ríkisleik-
húss, sem gengist fyrir því að senda úr-
vals leikflokka víðsvegar um Svíþjóð í því
skyni, að fólkinu í smábæjum og sveitum
landsins gæfist kostur á að sjá öndvegis-
leiksýningar, sem áður hefðu einungis far-
ið fram í stærstu bæjum landsins. Áttu þeir
naumast nógu sterk aðdáunarorð um starf-
semi ríkisleikhússins. Þar er ekki um
neina smávægilega menningarstarfsemi að
ræða. Nýlega las ég í erlendu blaði, að
sænska ríkisleikhúsið héldi árlega 900
leiksýningar víðsvegar um Svíþjóð. Stofn-
unin var þá orðin rösklega 15 ára gömul.
Ríkið veitir henni Vi milljón króna styrk
á ári, og á hverju sumri þjóta 35 geysi-
stórir langferðabílar eftir sænsku þjóð-
vegunum með úrvalsleikflokka, sem flytja
leikhúsmenningu stórbæjanna til fólks-
ins víðsvegar í byggðalögum landsins.
Nú hafa Norðmenn farið að dæmi Svía
í þessum efnum. Norskt ríkisleikhús hef-
ur verið stofnað. Það hefur til að byrja
með 200.00 kr. ríkisstyrk á ári, eða sama
krónafjölda og sænska ríkisleikhúsið
hafði í upphafi. Það á enn engan lang-
ferðabíl handa leikurum sínum til þess
að þjóta í eftir þjóðvegum Noregs, en það
á sér hina norsku menningarlegu bjart-
sýni, eldskírða í undangengnum þjáning-
um hernáms og heimsstyrjaldar, ódrep-
andí með öllu. Og forstjóri hefur verið
ráðinn hámenntaður maður, Frits von
d e r L i p p e, hinn kunni norski leik-
listargagnrýnandi, sem á sér ósvikið leik-
arablóð í æðum. Þegar norska ríkisleik-
húsið varð til sl. ár, komst forstjóri þess
að orði eitthvað á þessa leið í blaðavið-
tali:
„Ég hef fulla ástæðu til þess að vera
mjög bjartsýnn, hvað snertir áhuga norsku
þjóðarinnar fyrir leiklist. Til að byrja
með verður örðugt að uppfylla allar þær
óskir og vonir, sem þjóðin elur í brjósti
sér á þessu sviði. Við verðum að skipu-
leggja .starfsemi ríkisleikhússins í áföng-
um. En við Norðmenn erum glaðir yfir
því, að áformið um ríkisleikhús er nú loks
orðið að veruleika. Það var á miðjum
fjórða tug aldarinnar, að Axel Otto Nor-
mann leikhússtjóri hreyfði hugmyndinni
um ríkisleikhús. En við marga örðugleika
hefur verið að etja, áður en lög um þessa
stofnun voru loks knúin fram skömmu
fyrir sl. jól. Ég held, að ríkisleikhúsið
komi á réttum tíma. Fólk er opnara fyrir
áhrifum en það var áður. Og leikhúsið
hefur aldrei átt sér mikilvægara hlutverk
en það að sameina þjóðina einmitt nú.
þegar svo margt ber á milli hjá einstakl-
ingunum. Leikhúsið verður að stuðla að
því að vekja fólkið til sannrar mannúðar
og manndóms. Norska ríkisleikhúsið get-
ur ekki sent leikflokka um allar byggðir