Samtíðin - 01.12.1949, Qupperneq 10
4
SAMTÍÐIN
Noregs. Til þess er landið o£ víðáttumikiö
og dreifbýlið o£ mikið. Það yrði ekki fyrr
en seint og siðarmeir, að flokkurinn
kæmi til hinna afskekktustu byggðarlaga.
Auk þess ræður ríkisleikhúsið ekki yfir
neinum fastráðnum leikflokki. Þess vegna
verðum við fyrst um sinn að hafa sam-
vinnu við þau leikhús, er njóta ríkis- eða
bæjarstyrks og svo einkaleikhúsin. Þann-
ig væntum við þess, að samvinna takist
við ieikhús ekki einungis í Ósló, heldur
einnig í Þrándheimi, Björgvin og Stav-
angri um, að leikflokkar frá þeim veiti
öðrum bæjum og byggðarlögum tækifæri
til að sjá þær leiksýningar sínar, sem
niesta athygli vekja og beztar mega telj-
ast.“
í hvert sinn, sem við íslendingar frétt-
um af menningarafrekum annarra þjóða,
ekki sízt frændþjóðanna á Norðurlönd-
um, vaknar hjá okkur áhugi fyrir því að
verða ekki allt of miklir eftirbátar þeirra.
Nú er það vitað, að áhugi fyrir leiklist er
mikill og almennur hér á landi. Það hefur
tekið sorglega langan tíma að koma upp
svokölluðu þjóðleikhúsi í höfuðstað ís-
lands. En því aðeins mun starfsemi þess
verða a 11 r i íslenzku þjóðinni til æskilegs
gagns og menningarauka, að starfsemi
leikaranna verði ekki einvörðungu stað-
bundin innan múrveggja leikhússins sjálfs
hér í Reykjavík. Það er enginn vafi á því,
að frámkvæmd Svía og Norðmanna á
leikförum út um byggðir landsins verður
brátt einnig tímans krafa hér á landi,
blátt áfram menningarleg skylda þjóðleik-
hússins og annarra helztu leiklistaraðila
okkar gagnvart fólkinu úti á landsbyggð-
inni.
jyjlil) ÞESSU hefti lýkur 16. árgangi
„Samtíðarinnar“. Næsta hefti kemur
1. febrúar 1950. Yér þökkum öllum vinum
tímaritsins ágætt samstarf á þessu ári og
bjóðum alla hina mörgu nýju áskrifend-
ur, sem bætzt hafa í hópinn, velkomna.
Mjög fjölbeytt efni við allra hæfi mun
birtast í næstu heftum.
GLEÐILEG JÓL.
__'vuóunn í->i\ JÓ)t/einóóon:
Sumarkveðja
Nú hefur sumar okkar eyland kvatt,
ég er að minnast þess, er forðum var,
þá lífið brosti ljúft, svo frjálst og glatt,
það líður allt í strauminn fortíðar.
Á sumardegi, er sól í heiði skín,
er sælt að lifa. Þá er himinn blár.
Og jörðin elur ungu blómin sín,
— sem indæl móðir þerrar sorgatár.
Nú lít ég yfir liðna sumarstund,
þá ljósu daga, er mig glöddu fyr.
Og þá var stundum hress og létt vor lund
og líf í svörum, gleðin hafði byr.
Svo kemur vetur, kyngir niður snjó
og kann að verða stundum nokkuð hart.
En eitt er það, sem ennþá lifir þó:
mitt æskuljósið skíra, vonabjart.
VitiÍ þér þetta?
Svörin eru á bls. 29.
1. Hver orti þetta:
Agara gagara nizkunös,
nú er hann kominn á heljarsnös.
2. Að hvaða gagni kemur það jurt-
unurn, að sum aldin eru góð til
matar og fögur á að líta?
3. Hvar er borgarhlutinn Bronx?
4. Hver er Eivind Berggrav?
5. Hver var Heiðrún, sem um getur
í norrænni goðafræði?
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
hæstaréttarmálaflutningsmaður.
Aðalstræti 8. — Sími 1043.
Skrifstofutími 10—12 og 1—6.