Samtíðin - 01.12.1949, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN
5
Samtai
uiJ
ÉG BYRJAÐI AÐ TEIKM
ÞRIGGJA ÁRA GAMALL
HALLDÓR PÉTURSSDN LISTMÁLARA
tfALLDÓR PÉTURSSON listmálari
““ er að því leyti mjög hamingju-
samur maður, að meðan íslenzku
þjóðina skortir tilfinnanlega mál-
verkasafn til varðveizlu á myndlist,
eru verk hans skoðuð og varðveitt,
ekki einungis á fjölda ágætra heimila
um gervallt Island, heldur langt út
fyrir endimörk landsins. Hann hefur
nefnilega valið sér það nytsamlega
hlutverk að myndskreyta bækur og
tímarit og hefur á skömmum tíma
orðið þjóðkunnur maður í þeirri
grein. Ég skrapp á dögunum inn í
vinnustofu hans á Túngötu 38 og
bað hann að segja lesendum „Sam-
tíðarinnar“ frá námi sínu og starfi
á sviði myndlistarinnar.
Byrjaði þriggja ára.
„Ég byrjaði að teikna og reyndar
einnig að rísla mér við liti, þegar ég
var þriggja ára, og síðan hef ég
aldrei verið í neinum vafa um, hvað
ég ætlaði að gera að lífsstarfi mínu“,
segir Halldór.
„Hvenær hýrjaðirðu myndlistar-
nám?“
„Þegar ég var sex eða sjö ára, var
ég einn vetur í teikniskóla, sem
Guðmundur Thorsteinsson listmálari
hafði hér í bæniun. Satt að segja man
ég nú óljóst eftir því námi, enda þótt
kennarinn yrði mér ógleymanlegur.
Seinna var ég svo í einkatímum hjá
Júlíönu Sveinsdóttur listmálara, sam-
Jiliða námi minu í Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga. Ég varð nú reyndar að
leggja dráttlistar- og málaranámið
að mestu á hilluna, meðan ég var í
skóla, en að loknu stúdentsprófi vor-
ið 1935 fór ég til Danmerkur og hóf
þar nám í auglýsingateikningu við
Listiðnaðarskólann (Kunsthánd-
værkerskolen). Ég lauk þar prófi í
þeirri grein eftir þriggja ára nám.“
Gerist auglýsingateiknari.
„Hafði Ágústa, systir þín, ekki lok-
ið námi í sömu grein um þessar
mundir.“
„Jú, einu ári á undan mér, og að
þvi búnu stofnaði hún auglýsinga-
teiknistofu hér heima. Ég hóf starf
mitt árið 1938 í félagi við hana.“
„1 hverju er áuglýsingateikning
fólgin ?“
„Það er mikill siður erlendis að
myndskreyta auglýsingar. Hér er
minna gert að slíku. Þess vegna
beindist starf okkar systkinanna af
sjálfu sér að því að teikna einkum
bréfhausá og merki fyrir alls konar
félög, myndir á flöskumiða og
reyndar alls konar vöruumbúðir, en
síðast en ekki sízt bókakápur og
myndir í bækur.“
Framhaldsnám í Bandaríkjunum.
„Leiddist þér augl>rsingateikn-
ingin?“
„Mig fýsti að hverfa frá henni og
læra meira. Þess vegna réðst ég til
námsfarar vestur um haf á gamlárs-
dag 1941. Það var skömmu eftir að