Samtíðin - 01.12.1949, Page 12
I
6
Bandaríkin fóru í stríðið. Hugur
minn stefndi að vísu mest til Parísar,
en þangað voru þá allar leiðir lok-
aðar. Svo dvaldist ég hálft fjórða ár
í Bandaríkjunum og lærði þar að
mála, en auk þess steinprentun.
Fyrstu sex mánuðina var ég í Minne-
apolis. Þar var þá fyrir örlygur
Sigurðsson. Mér hafði verið ráðlagt
að læra í listadeild háskólans. En að
athuguðu máli leizt mér ekki á það,
enda var námið miðað við stúdenta,
sem ekki lögðu stund á málaralist
sem sérgrein. Ég fór því í skóla, sem
heitir The Minneapolis School of Art
og rekinn er í sambandi við lista-
safn borgarinnar. Meðan ég dvaldist
í Minneapolis, naut ég, eins og aðrir
Islendingar, frábærrar góðvildar af
hálfu Gunnars Björnssonar skatt-
stjóra og fjölskyldu hans. Það heimili
stóð okkur jafnan opið, og gestrisnin
þar var frábær.“
„Fórstu svo til New York?“
„Sumarleyfinu 1942 eyddi ég á-
samt fleiri íslenzkmn stúdentum í
háskólabænum Iþöku í New York
ríki, en um haustið byrjaði ég svo
nám við Art Students’ League í New
York, sem er mjög fjölsóttur lista-
skóli. Þar hafa kennt margir fræg-
ustu listamenn Bandaríkjanna og
fjöldi útlendinga, enda er þetta
stærsti og kunnasti skóli vestan bafs
í sinni grein. I honum geta nemendur
valið sér kennara algerlega eftir vild
og skipt um þá mánaðarlega, ef þeim
sýnist. Mér líkaði þar prýðilega.“
„Hverjir voru kennarar þínir í
skólanum?"
„Fyrsta veturinn hafði ég Robert
Bracknnui, sem er einn kunnasti
SAMTlÐIN
andlitsmyndamálari vestan hafs.
Hann er af rússnesku bergi brotinn.
Sama vetur var ég líka hjá Georg
Bridgman, sem nú er látinn. Hann
var talinn einn snjallasti „anatomy“-
teiknari vestan hafs og hafði kennt
flestum kunnustu nútímamálurum
Bandaríkjanna. Næsta vetur var ég
hjá Jon Corbino, sem er mjög frægur
fyrir hestamyndir sínar. Hann er
fæddur á ítalíu. En aðalkennari minn
síðasta veturinn, sem ég var þarna í
skólanum, heitir Harry Sternberg og
er mjög kunnur fvrir svartlistar-
myndir sínar.“
Mikið að starfa hér.
Halldór kom heim sumarið 1945,
að loknu námi vestan hafs. Síðan
hefur hann starfað hér aðallega að
myndskreytingu bóka og haft geysi-
mikið að gera, enda áunnu myndir
hans sér þegar almennar vinsældir.
Þarf í þeim efnum ekki annað en
benda á hinar kröftugu myndir hans
í Sagnakveri Skúla Gíslasonar, sem
vörpuðu nýstárlegu ljósi á hina
snilldarlegu frásögn séra Skúla. Sú
mögnun sagnanna, sem í þessum á-
gætu myndum felst, var einmitt tíma-
bær nú, þegar þjóðin lifir ekki lengur
í svipuðu fásinni og dimmu og þegar
þær voru skráðar. Þá var enn mikil
hjátrúaröld hér á landi, svo að síður
þurfti að myndtúlka atburði þjóð-
sagnanna, til þess að þær gagntækju
lesendurna. Alveg sérstaka athygli
hafa hestamyndir Halldórs vakið og
nægir í því efni að benda á mynd-
skreyting hans á bókinni Faxa eftir
dr. Brodda Jóhannesson. Mun þar
Iiafa komið að góðum notum námið