Samtíðin - 01.12.1949, Side 18

Samtíðin - 01.12.1949, Side 18
12 SAMTÍÐIN væri harla eðlilegt, að hann vissi hugsanir mínar. „Hér i borg fást engar jórturtuggur. Þetta japl er aðeins þjóðleg kjálkaleikfimi, sem er einstaklega holl fyrir heilastarfsem- ina. Og auk þess er hún, eins og þú hlýtur að játa, einstaklega smekk- leg og gæðir svipinn fagurfræðilegu lífi og breytileik.“ Nokkra hríð nam andinn staðar fyrir utan glugga stórrar hókaverzl- unar. „Þetta eru allt úrvalsrit,“ sagði hann og benti á skrautlega inn- bundnar bækur og fagurlitaðar káp- ur. „Við búum við pappírsskort; getum ekki gefið út önnur eins kynst- ur og átti sér stað hérna á ofgengnis- árunum. Því er það, að við þýðum aðeins valin rit erlendra höfunda og gefum eingöngu út beztu verk þeirra innlendu. Líttu á hókartitlana! „Morðið í kirkjugarðinum“, „Söng- mærin, sem notaði eiturlyf", „Hann unni giftum konúm“, — þetta er allt klassik, góði, enda gefið út í menn- ingarskyni og með tapi!“ Mikið veit andinn. Við mætturn. hópum ungra manna og kvenna. Iturvöxnum, glaðlegum piltum og fallegum stúlkum, enda þótl sumar þeirra hefðu gert allt, sem þeim var unnt, til þess að. hylja upprunalega og eðlilega fegurð ásjónu sinnar með annarlegum litarefnum. Það þótti mér furðulegast, að hver einasta persóna í þessum hópi dró þungan sleða á eftir sér, hlaðinn hrúgaldi miklu. Virtist sumum þeirra þungur drátturinn, en öðrum léttari. Ég afréð að spyrja andann ekki neins um þetta fólk, þar eð ég hafði grun um, að ég væri farinn að sjá of- sjónir. „Þetta er nú skólaæska borg- arinnar“, gall andinn við. „Allt þetta hafurtask, sem þú sérð á sleðunum, er það dregur, er bráðnauðsynleg og rauhæf þekking, sem koma mun því að ómetanlegu haldi síðar meir, — i haráttu lífsins“. Og andinn benti á sleða, sem ung og glæsileg stúlka dró, og virtist hún að lotum komin. „Þarna er að finna öll íslenzk orð, sem rituð eru með „z“, og þarna er lengd allra stærstu fljóta í heimi og allt, sem við vitum um liúðflúr Búskmanna. Skólaæskan er sannar- lega öfundsverð“, sagði andinn. Fyrir framan anddyri skrautlýstr- ar hallar stóð hópur af fólki. Þangað stefndum við. Þegar nær kom, vakti það furðu mína, að allt þetta fólk, konur sem karlar, bar grímur fyrir andlitinu. „Þekkirðu ekki svipinn?" spurði andinn. „Grímusvipinn meina ég? Þekkirðu ekld Myrnu Loy, Tyrone Power, Lindu Darnell og það fólk? Þetta eru svipir þeirra persóna. Þeir dansa hérna á hverri nóttu; drekka, dansa og dufla. Langar þig inn?“ Nei, mig langaði ekki í dansinn. Ég hað andann að þeysa heim með mig og kvaðst ekkert vilja framar af honum vita. Hann varð við bón minni. Mér varð litið í landnorður. Yfir Esjunni reið kjólklæddur maður gandreið á Pepsi-Cola flösku. Hann las Snorra- Eddu í skrautbandi og hélt bókinni öfugt--------— NÆSTA hefti „Samtíðarinnar“ mun hefjast nýr greinaflokkur eftir Loft Guðmundsson.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.