Samtíðin - 01.12.1949, Síða 20

Samtíðin - 01.12.1949, Síða 20
14 SAMTÍÐIN ÚR VERKSMIÐJU B ELQ JAG ERÐARIN N AR H.F. að því er snertir fatnaðarframleiðslu fyrirtækisins. Hvaðstarfsmannaf jölda Belgjagerð- arinnar snertir, er svipaða sögu að segja. Á fyrsta starfsári hennar, 1934, unnu aðeins 3 menn hjá henni, enda var gætilega af stað farið. En starfs- mannafjöldinn óx hröðum skrefum með aukinni starfsemi, og árið 1941 unnu 60 manns hjá fyrirtækjunum báðum. Aukinn vélakostur olli því, að starfsfólkinu var á mestu blóma- árum fyrirtækisins, 1941—45, fækk- að niður í 35—40 manns. En nú starfa aðeins 23 í verksmiðjunni. Eigendur hennar eru nú, auk stofn- endanna beggja, þeir Árni, Guðni og Valdimar, synir Jóns Guðmundsson- ar, Einar Gíslason og Halldór Vig- fússon. „Samtíðin" óskar eigendum Belgjagerðarinnar h.f. til hamingju með fimmtán stax-fsár hennar. Það er alltaf hressandi að hitta að máli athafnamenn á borð við Jón Guð- mundsson, menn sem hafa horfzt í augu við örðugleika íslenzks athafna- lífs frá því á barnsaldri og aldrei látið undan síga, hv-að sem á hefur dunið. Ég hef hitt Jón, þegar mest hefur verið að gei’a í Belgjagerðinni og allt hefur leikið í lyndi. En ég hef líka hitt hann, skönxmu eftir að eldsvoði hafði stöðvað stai’fsemi hans um stundarsakir. Þá var þessi vestfirzki athafnamaður einnig bjart- sýnn og æi’ðulaus að vanda. Þegar ég liitti hann á dögunum og bað hann um fáeinar upplýsingar í sanxbandi við þetta gx’einai’korn, en talið barzt að vörukreppunni hér innan lands, sagði Jón góðlátlega eins og honurn er lagið: „Við hoi’fuixi björtum augum til framtíðai’innar, enda þótt unx stund syrti nokkuð í álinn.“ S. Sk.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.