Samtíðin - 01.12.1949, Qupperneq 31

Samtíðin - 01.12.1949, Qupperneq 31
SAMTÍÐIN 25 arlega saminna blaðagreina frá 350 síðustn árum. Þetta eru, eins og gef- ur að skilja oft „hraðsoðnar“ bók- menntir einatt til orðnar á skammri stund. Fvrsta greinin er um galdra- mál frá 1587, en ein af þeim síðustu er útvarpserindi um sköpun bins nýja Israelsríkis 1948. Meðal höfunda eru margir heimsfrægir menn, svo sem: Victor Hugo, Charles Dickens, John Gunther, Lowell Thomas og Winston Churchill. Framan við greinarnar eru 51 myndasíða og rit- gerð um fréttaflutning blaða. Hverri grein fylgja ýtarlegar skýringar, og aftan við er register. 784 bls., verð íb. $5.00. RANDOM HOUSE í New York hefir sent „Samtíðinni" þessar bæk- ur: RED FLANNELS AND GREEN ICE eftir ARTHUR POCOCK. Höf. þessarar verðlauna-ferðabókar var í striðinu liðsforingi í strandvarnar- liði Bandaríkjanna á Grænlandi og i Austur-Kanada. Hann fór kvíðafullur til þessara klakabyggða, en reyndi að una glaður við hlutskipti sitt í útlegðinni og hefur hér með skrifað bráðskenuntilega bók um vistina í norðurvegi. Bókin veitir mikinn fróðleik um daglegt líf hermannanna á þessum slóðum, en allt skín í ljósi leikandi léttrar fyndi — 272 bls., verð íb. $2.75. THE FLYING RED HORSE eftir FRANCES CRANE. Fyrirsagnir dag- blaðanna bera það hvaxwetna með sér, að ekki skortir á afbrot í hin- um svonefnda siðmenntaða heimi. Meðal stói-þjóðanna eru glæpirnir □. P. Nielsen rafvirkjameistari, Hamarshúsið, Reykjavík. Sími 5680. Framkvæmum fljótt og vel hvers konar raflagnir í hús og skip. Talið fyrst við okknr.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.