Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 22
18
SAMTÍÐIN
þangað, sem þeir voru vanir að
skjóta óðinshana, soguðust þeir allir
niður í leðjuna. Þetta sumar hafði
verið ákaflega votviðrasamt, og þær
slóðir, sem alltaf hafði verið óhætt
að fara, voru allt í einu orðnar að
botnlausu kviksyndi, án þess að
nokkurn varði. Líkin fundust aldrei.
Það var nú það hryllilegasta af þessu
öllu saman“.
Nú hvarf öryggið úr rödd ungu
stúlkunnar, og það var eins og h.ún
leitaði að orðum:
„Aumingja frænka heldur alltaf,
að þeir komi aftur einn góðan veður-
dag, bæði þeir og litli, mórauði veiði-
hundurinn, sem hvarf með þeim. Og
hún heldur, að þeir muni koma inn
um garðdyrnar, eins og þeir voru
vanir. Þess vegna er það, að þær
eru látnar standa opnar á hverju
kvöldi fram í rauða myrkur. Aum-
ingja vesalingurinn hún frænka min,
oft og mörgum sinnum hefur hún
sagt mér, hve glaðir og ánægðir
þeir voru, þegar þeir lögðu af stað.
Maðurinn hennar var með hvíta regn-
kápu á handleggnum og Ronnie,
yngri bróðir hennar, gekk og söng:
„Af hverju hleypurðu, Bertie?“ Það
gerði hann alltaf til að stríða henni,
af því hún sagði, að það færi í taug-
arnar á sér. Finnst yður ekki skilj-
anlegt, að sú undarlega tilfinning
geti stundum gripið mig á kyrrum
og hljóðlátum kvöldum eins og núna,
að von sé á þeim öllum eftir stutta
stund inn um dyrnar þær arna?“ —
Hún Jjagnaði, og það fór dálítill
lirollur um hana. Framton létti stór-
um, þegar frænka stúlkunnar kom
brunandi inn í stofuna og afsakaði
með miklu málæði, að hún hefði
látið hann bíða eftir sér.
„Ég vona, að Vera hafði stytt yðui
stundir á meðan“, sagði hún.
„Ég held nú það,“ svaraði Fram-
ton.
„Ég vona, að yður þyki ekki verra,
þó að dyrnar út í garðinn séu opnar“,
mælti frú Sappleton glaðlega. „Ég
á von á manninum mínum og bræðr-
um heim af veiðum, skal ég segja
yður, og þeir koma alltaf þessa leið
inn. Þeir hafa verið liti á mýrum að
skjóta óðinshana, svo ég má eiga
von á, að þeir fari þokkalega með
gólfteppin eða hitt þó heldur. En
svona eru nú karlmennirnir!“
Hún lét dæluna ganga og talaði
um veiðarnar, um skort á veiðifugl-
um og um möguleikana á þvi að fá
endur til vetrarins. Framton hlustaði
á tal hennar með hryllingi. Hann
reyndi í ofboði að heina samtalinu
að geðfelldara viðfangsefni, en tókst
það ekki nema að litlu leyti. Honum
var það fullljóst, að húsmóðirin
veitti honum tiltölulega litla athygli.
Augnaráð hennar beindist ekki að
honum, heldur horfði hún sifellt i
áttina til opnu dyranna og út á gras
flötina. Það var annars meiri ólieppn-
in, að hann skyldi endilega hafa þurf l
að rekast þarna inn einmitt þennan
dapurlega afmælisdag.
„Læknar mínir eru sammála um,
að ég verði að njóta fullkomins næð-
is. Ég á að forðast allar geðshrær-
ingar, og ég má ekki verða fyrir
neinni líkamlegri ofþjökun,“ mælti
Framton, sem var haldinn þeim al-
genga misskilningi, að ókunnugt fólk
og þeir, sem liann kynntist af hend-