Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN
17
■Blilij! 176. SAGA SAMTÍÐARINNAR
OPNIJ DYRNAR
„FRÆNKA mín kemur eftir andar-
tak, herra Nuttel“, sagði mjög svo
kotroskin fimmtán ára stúlka. „Þér
verðið að reyna að gera yður að góðu
að rabba við mig á meðan.“
Framton Nuttel lagi höfuðið i
bleyti til að finna viðeigandi setn-
ingu, sem gæti kitlað hégómagirnd
ungu stúlkunnar án þess að varpa
minnstu rýrð á frænku hennar. Sjálf-
ur var hann öldungis sannfærður um,
að þessar óþolandi heimsóknir hans
fyrir siða sakir til bláókunnugs
fólks, höfðu afleit áhrif á taugar
hans, og þó hafði hann farið hingað
til þess að hvíla þær“.
„Ég veit, hvernig fer“, hafði
systir hans sagt, þegar hann gerði
ráðstafanir til að hverfa upp í sveit.
„Þú grefur þig bara lifandi þarna 1
sveitinni og talar ekki aukatekið orð
við nokkurn mann, og taukaveiklun-
in eykst af eintómum leiðindum. En
nú skal ég láta þig fá nokkur með-
mælabréf til þess fólks, sem ég þekki
þarna úti á landsbyggðinni. Ég man
ekki betur en að þar væri allra geð-
ugasta fólk innan um og saman við“.
Framton beið þess með eftirvænt-
ingu, hvort frú Sappleton — konan,
sem hann átti að heilsa upp á eftir
andartak — væri nú ein af þessu
geðuga fólki.
„Þekkið þér margt fólk hér i sveit-
inni?“ spurði unga stúlkan, þegai
henni fannst, að þau hefðu setið
nægilega lengi án þess að mæla orð.
„Ekki nokkra lifandi sál“, sagði
Framton. „Systir mín átti hér heima
fyrir fjórum árum — á prestsetrinu
— og hún hefur látið mig fá nokk-
ur meðmælabréf upp á vasann“.
Það var allt annað en hrifningar-
hreimur í rödd hans.
„Svo þér þekkið þá ekkert til
frænku minnar?“ hélt sú kotroskna
áfram.
„Ekki annað en nafn hennar og
heimilisfang“, mælti Framton. Hann
vissi ekki einu sinni, hvort frú
Sappleton var gift eða ekkja. Það
var þó eitthvað þarna í stofunni, sem
benti til, að þar byggju einnig karl-
menn.
„Aumingja frænka!“ sagði unga
stúlkan. „Nú eru þrjú ár liðin, siðan
þessi sorglegi atburður gerðist. Það
hlýtur að hafa verið, eftir að systir
yðar var hér.“
„Sorglegi atburður?“ spurði Fram-
ton. Hann gat alls ekki hugsað sér,
að nokkur sorglegur atburður gæti
hafa gerzt í þessu unaðslega um-
hverfi.
„Þér furðið yður ef til vill á því,
að við látum dyrnar standa galopnar
á októberkvöldi,“ mælti telpan
og benti á stórar dyr með frönsku
sniði, sem stóðu opnar út að garð-
inum.
„Það er nú fremur hlýtt, miðað
við þennan tíma árs“, sagði Fram-
ton“, en koma dyrnar þessum sorg-
lega atburði nokkuð við?“
„Það eru nákvæmlega þrjú ár 1
dag, síðan maður frænku minnar og
tveir hræður hennar gengu út um
þessar dyr og fóru á veiðar. Þeir
konm aldrei aftur. Þegar þeir gengu
yfir mjTlendið til þess að komast