Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 32
28 SAMTÍÐIN 9. grein Kjörorð frægra manna CORNELIA OTIS SKINNER, am- erísk leikkona og rithöfundur, velur þessi orð KRISTÓFERS KÓLUM- RUSAR: „Þennan dag sigldum við enn. Stefna VSV“. Greinargerð: ÞETTA VAR það, sem Kólúmbus skráði dag eftir dag í einka-skips- dagbók sína á fyrstu sjóferð sinni yfir bið ókortlagða Norður-Atlantshaf. Hann hlýtur að hafa skrifað það í hugarástandi, sem ýmist var mótað af blindri von eða hljóðri örvænt- ingu. Aðstæður allar voru hér um bil eins örðugar og hugsazt gat. Hvass^ viðri höfðu laskað hinn litla farkost. Pinta hafði misst stýrið. Skipshafnir allra þriggja seglskipanna hótuðu að gera uppreisn. Og sennilega hefur Kólúmbus sjálfur verið orðinn van- trúaður á fyrirtæki sitt, sem virtist vera vitfirringslegt. En hann hafði tekið stefnu í þá átt, sem hugboð hans og rökvís skynsemi blésu honum í brjóst, að væri sú eina rétta, og með bláköldu hugrekki liélt liann förinni áfram. Orðin eru ekki sérlega huggunar- rík, en nú eru þeir tímar, er ver- öldin þarfnast síður dauflegra hiig- hreystingarorða en mikillar hug- prýði og öruggrar trúar á sönn mannlieilindi. Á tímum eymdar, efa- semda og þreytu mega orð hins mikla siglingamanns: „Þennan dag sigldum við enn“, verða niönnum til uppörvunar. Æít((u4aL Niðursuðuvörur: Grœnar baunir Gulrœtur Blandað grœnmeti Kindakœfa Jarðarberjasulta Blönduð ávaxtasulta Rœkjur Söluumboð: Daníel Ólafsson & Co. h.f. Símar 5124 og 6288. Efnalaug Vesturbæjar h.f. VESTURGÖTU 53. SÍMI 81353. reinóun. ocj preáóun Aðeins fullkomnasta lircinsunarefni er notað, sem hvorki breytir lit eða lagi fatnaðarins. Sendum gegn póstkröfu um allt land.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.