Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 14
10
SAMTÍÐIN
Kvöldið eftir var hún í livitum
samkvæmiskjól, skreyttum rauðum
rósum. Hvert mannsbarn í veitinga-
húsinu starði á hana, og þegar liann
sagði henni, að hún væri falleg, mælti
hún: „Ég er að halda mér til fyrir
þér. Ég elska þig.“ Þau dönsuðu,
þangað til hljómsveitin hætti að
spila. Á heimleiðinni í bílnnm hjúfr-
aði hún sig að honum og virtist ekki
anda, fyrr en þau komu heim að
húsinu, þar sem hún bjó.
1 nokkur kvöld reyndi hánn að
þræla skýrslugerðinni áfram, en þá
var ekkert lát á eilífum upphring-
ingum og bréfum frá henni, og þegar
hlé varð á, gat hann ekki annað en
verið að hugsa um hana. Hún og kona
Jerrys voru orðnar mestu mátar, og
hún var alltaf með annan fótinn hjá
Jerry-fjölskyldunni. Á endanum
hringdi hann til frú Jerry einn góðan
veðurdag og sagði: „Viljið þér nu
ekki vera svo góðar og tala við hana ?
Ég elska hana, en liún er of aðgangs-
söm við mig. Það er of mikil ákefð
í henni. Hún verður að venja sig á að
gefa mér stöku sinnum grið.“
Frú Jerry sagði: Ég held þér ættuð
að giftast henni.“
Hann sagði: „Mér finnst eins og
hún sé að ögra mér til þess með þvi
að miða á mig skannnbyssu.“
„Sennilegast þykir’ mér“, sagði frú
Jerry“, að þér komið einn góðan
veðurdag að henni dauðri, með byssu
í hendinni, á tröppunum hjá yður“.
Kvöld eitt færði sendiniaður hon-
um þykkt umslag frá henni, og inn-
an i því var um það hil fjörutíu blað-
síðna bréf með fallegri rithönd.
Bréfið hófst á þessa leið: „Elsku
hjartað mitt. Ég get ekki sofið“. í
því var bæði lýsing á henni sjálfri
og á honum og skyldleik þeirra. Við
erum úti á straumhörðu vatni, elsk-
an mín. Straumurinn hrífur okkur
með sér, og hringiðan sogar okkur
að sér. Allt í kring eru sandrif og
klettar, og ég veit, að þú heldur, að
við munum rekast á þá, þegar minnst
vonum varir og verða skipreika. En
ég fullvissa þig um það, ástin mín,
að fram undan er greiðfært“. Seinna
í bréfinu voru langar klausur um
bernsku hennar og frásagnir um
föður hennar. „Ég vildi, að ég gæti
Iýst honum föður mínum fyrir þér.
Ég man sérstaklega eftir því, hve
hrædd ég var alltaf um, að hann
muncji koma heim. Jafnvel enn þann
dag í dag, þegar dyrabjallan hringir
og ég á ekki von á neinum, kólna
ég upp við tilhugsunina um, að þetta
kynni nú að vera hann.“
Hann lagði hálflesið hréfið á
skrifborðið og fór að hátta. En
hann gat ekki sofnað. Hann lá lengi
kyrr, en þá varð náttmyrkrið að
martröð, og hann vaknaði í köldu
svitabaði. Hann reis á fætur, og enda
þótt koldinunt væri, fann hann upp-
kastið að skýrslunni, sem liann var
að semja. Hann hélt á því í annarri
hendinni, með hinni fann hann bréf
liennar og fleygði því í pappirskörf-
una. Svo fleygði hann logandi eld-
spýtu á eftir því og horfði á, hvernig
logarnir brenndu bréfið upp til agna.
Að því loknu skreið hann upp í rúm
og steinsofnaði.
Hálfum mánuði seinna hringdi frú
Jerry til hans og sagði: „Þér ættuð
að fara og heimsækja hana. Hún er