Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 26
22 SAMTÍÐIN ríka 19. aldar skálds eru gædd meira en litlu lífsmagni, enda hafa Islend- ingar tekið þeim tveim liöndum. Út- gáfan frá 1927 seldist skjótt upp, og sama ætti að verða reyndin á um út- gáfu MFA. Mat þjóðarinnar á verk- um G. P. hefur hneigzt að því að hefja smásögur hans til skýjanna, en meta kvæði hans sýnu minna. Er því ekki að leyna, að sem ljóðskáld er Gestur ekki jafnoki hinna miklu skálda 19. aldar. Sögur hans eru hins vegar sumar hverjar bráðsnjallar og munu lengi verða lesnar, enda þótt aldarháttur breytist. En hæst finnst mér hann þó ná í fyrirlestrum sínum og heztu ritgerðunum. Þar er hann sannkölluð hrópandans rödd, tíma- mótamaður í ádeilu sinni. Ég hygg, að sumir þessir vandlætingarpistlar muni vekja ekki minni athygli og aðdáun í dag en gremju þá og skiln- ingsleysi, sem þeir vöktu, er þeir urðu fyrst heyrinkunnir. Þegar á það er litið, hve broslega ósýnt okkur Is- lendingum er um að þola gagnrýni, er vandalaust að skilja, hvílík fæð var á sínum tíma lögð á Gest Pálsson fyrir hina hvössu, heimsborgaralegu ádeilu hans. Nú þarf að meta, hverju þessi víðtæka gagnrýni fékk áorkað, að hve miklu leyti hún var verð- skulduð og að hve miklu leyti hún var ýkt skopmynd, höfundi sínum til listrænnar fróunar. S. Sk. Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá Nordisk Brandforsikring A/S. Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013. JAFFA APPELSÍAUSAFIM ER DRÝGSTI OG LJTFFENGASTI DRAKKURIAA HEILDSDLUBIRGÐIR: Miðstöðin h.f. HEILDSALA UMBOÐSSALA Vesturgötu 20. Sími 1067 og 81438.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.