Samtíðin - 01.11.1953, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN
19
ingu, væru sólgnir i að fræðast ná-
kvæmlega um allt það, er lyti að
sjúkdómum hans, orsökum þeirra og
lækningaaðferðum gegn þeim. „Aft-
ur á móti eru þeir ekki eins sammála
um, hvort ég eigi að fylgja ströngum
reglum um mataræði eða ekki“, hélt
hann áfram.
„Nú, ekki það?“ anzaði frú Sapplet-
on, og það var auðheyrt, að henni
tókst rétt með herkjum að kæfa
geispa. Allt í einu var eins og hun
glaðvaknaði, og andlit hennar ljóm-
aði af athygli — en sú athygli beind-
ist ekki að Framton.
„Loksins koma þeir!“ kallaði hún,
„alveg mátulega í teið — en mikið
eru mennirnir leirugir og óhreinir!“
Það fór hrollur um Framton, og
hann leit á telpuna með augnaráði,
sem átti að gefa í skyn, að hann
skildi, hvað fara gerði og fyndi til
með henni. Unga stúlkan starði gegn-
um opnar dyrnar. 1 augum hennar
speglaðist skelfing og örvinglun.
Óumræðileg hræðsla gagntók Framt-
on og fór um hann eins og kulda-
hrollur. Hann snéri sér við og leit í
sömu átt og konurnar.
1 kvöldhúminu sáust þrjár mann-
verur koma gangandi eftir flötinni
og stefna á garðdyrnar. Allar voru
þær með veiðibyssur undir hendinni,
og ein af þeim hafði auk þessa hvíta
kápu á öxlinni. Þreytulegur, mórauð-
ur hundur fylgdi þeim. Verurnar
nálguðust húsið, án þess að nokkurt
fótatak heyrðist, en skyndilega kvað
við hás unglingsrödd i myrkrinu:
„Af hverju hleypurðu, Bertie?“
örvita af ótta þreif Framton hatí
sinn og staf. Hann hentist út úr
Daníel Þorsteinsson
& Co. h.f.
Bakkastíg, Reykjavík.
Símar 2879 og 4779.
*
Utgerðarmenn
og sjómenn!
Þekking, fagleg kunn-
átta og löng reynsla vor
við nýsmíði og hvers
konar viðgerðir á skip-
um er bezta trygging
fyrir vandaðri vinnu og
traustum frágangi á
skipum yðar.
ÚTVEGUM
beint frá verksmiðjum í Bretlandi,
Belgíu, Hollandi, Þýzkalandi,
Póllandi og Tékkóslóvakíu.
JÁRN, STÁL, VÉLAR
□ G VERKFÆRI
TIL IÐNAÐAR.
SINDRI H.F.
HVEFISGÖTU 42 - REYKJAVÍK
5ÍMI B24 22