Fréttablaðið - 29.12.2009, Page 2

Fréttablaðið - 29.12.2009, Page 2
2 29. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL „Nú er mikilvægt að standa vörð um landbúnað og sjávarútveg og þess vegna er mjög óskynsamlegt að leggja niður landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytið,“ segir Jón Bjarna- son, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum leggst Jón gegn áform- aðri sameiningu ráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í atvinnu- vegaráðuneyti. Í kjölfar fréttarinn- ar hafa ýmis samtök í landbúnaði og sjávarútvegi, auk sveitarfélaga, ályktað á sama veg. Jón segir mikilvægt að standa vörð um sterka stöðu og ímynd landbúnaðar og sjávarútvegs og telur hættu á að hvort tveggja verði undir við sameiningu. Þess utan hafi stjórnsýslan í nægu að snúast án þess að þetta bætist við. „Það er við næg önnur verkefni að fást af hálfu stjórnsýslunnar heldur en að setja þessa mikilvægu málaflokka á flot. Þar á meðal eru aðildarvið- ræðurnar vegna ESB sem taka til sín tug starfsmanna ráðuneytis- ins. Að mínu mati er þvert á móti mikilvægara að styrkja enn frekar grunnstoðir landbúnaðar og sjávar- útvegs í stjórnsýslunni svo grein- arnar geti tekist á við stór og aukin viðfangsefni í breyttu umhverfi.“ Tvö ár eru frá sameiningu land- búnaðarráðuneytisins og sjávar- útvegsráðuneytisins. Jón var ekki við þingumræðurnar um málið á sínum tíma en flokkur hans, VG, lagðist gegn sameiningunni. „Ég tel að sú sameining hafi verið unnin kolvitlaust. Hún var unnin ofan frá án þess að málin væru skilgreind frá grunni. Og ég held að það hafi skaðað landbúnaðinn að landbúnaðarskólarnir, og þar með mikilvægt rannsóknarstarf, voru færðir frá ráðuneytinu.“ Engin skynsamleg rök hafa verið færð fyrir sameiningu ráðu- neytanna, að mati Jóns, auk þess sem enginn hafi í raun óskað eftir henni. „Það hefur ekki verið sýnt fram á neitt í þessum efnum og það er beinlínis heimskulegt að ætla að berja í gegn svona ákvörð- un ofan frá og láta hana krafsa sig í gegnum kerfið. Það gerir enginn í almennilegri stjórnsýslu,“ segir hann og vitnar til nýlegrar könn- unar sem sýnir að sameiningar í stjórnsýslunni hafi jafnan leitt til aukinna útgjalda en ekki sparn- aðar og hagræðingar, auk þess að vera illa undirbúnar og í flesta staði misheppnaðar. „Allar okkar aðgerðir eiga að miða að því að styrkja landbúnað og sjávarútveg. Ef það á að veikja þessar greinar innan stjórnsýsl- unnar þá þurfa að vera fyrir því skynsamleg rök og þau eru ekki til.“ bjorn@frettabladid.is Ekki til skynsamleg rök fyrir sameiningu Jón Bjarnason telur hættu á að landbúnaður og sjávarútvegur verði undir í sameinuðu atvinnuvegaráðuneyti. Allt mæli gegn sameiningu. Tíu starfsmenn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins vinna að viðræðunum við ESB. STJÓRNMÁL Jón Bjarnaso n, sjávar- útvegs- og landbúnaðar ráðherra, hefur beitt sér gegn sa meiningu sjávarútvegs- og land búnaðar- ráðuneytisins og iðnaðar ráðuneyt- isins. Samkvæmt heimil darmönn- um Fréttablaðsins, úr þ ingliðum beggja stjórnarflokka, h efur hann reynt að torvelda vinnu við verk- efnið, meðal annars m eð því að neita að hitta embættism enn sem starfa að sameiningunn i. Kveðið er á um same iningu ráðuneytanna í stefnuyf irlýsingu ríkisstjórnarinnar í atvi nnuvega- ráðuneyti. Samhliða he nni á að færa rannsókir, mótun nýtinga- stefnu og ráðgjöf vegna auðlinda til umhverfisráðuneyti sins, sem við það verður umhverfi s- og auð- lindaráðuneyti. Í þingmálaskrá ríkisst jórnar- innar er gert ráð fyrir að frum- varp um nauðsynlegar l agabreyt- ingar vegna sameinin garinnar og tilfærslu verkefna v erði lagt fram nú á haustþingi. Þ að hefur ekki enn verið gert en sa mkvæmt heimildum blaðsins er e nn stefnt að því. Ekki hefur verið ákveð ið hve- nær af sameiningunni v erður en bæði hefur verið rætt um mitt næsta ár og ársbyrjun 2 011. Viðmælendur Fréttab laðsins segja Jón leggjast bæði g egn sam- einingu ráðuneytanna og flutningi verkefna er lúta að auð lindamál- um úr sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu í um hverfis- ráðuneytið. Veigamest er færsla Hafrannsóknarstofnuna rinnar á milli ráðuneyta. Í st efnuskrá Vinstri hreyfingarinna r - græns framboðs fyrir síðustu kosning- ar var fjallað um að auka beri veg auðlindamála í umhve rfisráðu- neytinu. Viðmælendur Fréttablað sins úr stjórnsýslunni furða si g á hátta- lagi Jóns í ljósi þess a ð breyt- ingarnar eru á stefnus krá ríkis- stjórnarinnar og njóta þar með samþykktar hans eig in þing- flokks. Þingmenn úr VG sem r ætt var við sögðu málið njóta s tuðnings meirihluta þingmanna flokksins og almennur vilji væri fyrir því að af breytingunum y rði. Jóni hefði verið gerð grein fy rir því. Ekki náðist í Jón Bjarnas on. bjo rn@frettabladid.is Jón berst gegn sam- einingu ráðuneyta Jón Bjarnason er andvíg ur sameiningu sjávarútv egs- og landbúnaðarráðu neyt- isins og iðnaðarráðuney tisins. Ríkisstjórnin hvik ar ekki frá áformum þar um. Í ÞINGINU Þrátt fyrir óánæ gju Jóns Bjarnasonar með fyrirhugaða sameiningu sjá varútvegs- og landbúnaða rráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins er hv ergi hvikað frá verkefninu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍTA ráð lit hé í M hi ag um u o v in h b i k For B in LAM liti e - - og is ð ghh eyndust vopnaðir og hringdu v g skránni. geta tek tte gð- - ods r- m. að n- m til m úr m í nu. nn- hann um omst n Tig- sig n seg- eifni nn - shá r Á MÓTI Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráð- herra, er andvígur stofnun atvinnuvegaráðuneytis. Í ráði var að leggja fram frumvarp um sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins á haustþingi. Af því hefur ekki orðið. FRÉTT BLAÐSINS FRÁ 14. DESEMBER SÍÐASTLIÐNUM. FÓLK Fjölskylda Önnu Soffíu Jóhannsdóttur Ryan hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta og Michelle, eiginkonu hans, á jóladag. Eiginmað- ur Önnu Soffíu er yfirmaður í sjóher Banda- ríkjanna og staðsettur á Havaí. Forsetafjöl- skyldan á heimili skammt frá herstöðinni, en Obama er frá Havaí. Þetta er annað árið í röð sem fjölskyldan hitt- ir Bandaríkjaforseta á þessum degi, en Obama og eiginkona hans eyddu um þremur klukku- stundum með hermönnunum og fjölskyldum þeirra. Eiginmaður Önnu Soffíu heitir John Michael Ryan, en synir þeirra, Thorarinn Edward og William Patrik, eru tveggja og þriggja ára gamlir. Karen H. Jónsdóttir, móðir Önnu Soff- íu, segir nokkurn samgang milli íbúa í her- stöðinni og Obama-fjölskyldunnar. Þannig hafi Anna Soffía brugðið sér í mínigolf á sunnudag og þá hafi forsetinn komið þar að og leikið golf á næstu braut. „Hann á heimili þarna rétt hjá þeim við ströndina,“ segir hún. Móðir Önnu Soffíu segir að dóttir sín og John Michael, maður hennar, hafi kynnst hér á landi, en þau giftu sig í Keflavíkurkirkju árið 2003. Eiginmaður Önnu Soffíu var hér með sjóher- num, en var svo sendur til Íraks og víðar. Að þeim tíma loknum flutti Anna Soffía út til hans, en þau hafa búið í Lundúnum, Washington og nú síðast á Havaí. - óká FÆR LITINN SINN Barack Obama Bandaríkjaforseti og kona Michelle spjalla við Önnu Soffíu og yngri son hennar, Thorarinn Edward, á jóladag. Forsetinn hafði nýlokið við að rétta Thorarni vaxlit sem sá stutti missti í gólfið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fjölskylda íslenskrar konu og bandarísks hermanns býr á Havaí: Hittu Obama-hjónin á Havaí á jóladag Ólafur Helgi, finnst þér þetta ekkert blóðugt? „Jú, á meðan það rennur.“ Ólafur Helgi Kjartansson hefur gefið blóð í 133 skipti. Honum telst til að hann hafi gefið í kringum 60 lítra í Blóðbankann. STJÓRNMÁL Þjóðaratkvæðagreiðsla um lagaheimild til samningsgerð- ar við önnur ríki hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskipt- um ríkja. Þetta þarf forseti Íslands að hafa í huga í Icesave- málinu, að mati Sigurðar Líndal lagaprófessors. Í grein í blað- inu í dag bendir Sigurður á að samkvæmt stjórnarskrá Dana geti þriðjung- ur þingmanna krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þar séu lagafrum- vörp sem snerta skuldbindingar samkvæmt þjóðréttarsamningum hins vegar undanskilin. Það sýni að „þjóðréttarskuldbindingar telj- ast almennt ekki henta til þjóð- aratkvæðagreiðslu“, skrifar Sig- urður. „Hitt er svo annað mál að Icesave-málið er ekkert venjulegt milliríkjamál,“ bætir hann við. - bs / Sjá síðu 18 Sigurður Líndal lagaprófessor: Milliríkjamál henta ekki í þjóðaratkvæði SIGURÐUR LÍNDAL ALÞINGI Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breyt- ingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengd- um atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartil- lögu þar um á fundi í gærmorgun. Samkvæmt lögum um ráðherra- ábyrgð frá 1963 getur málshöfðun út af embættisbroti ráðherra ekki átt sér stað ef þrjú ár eru liðin frá því að brot var framið. Í lögun- um er þó kveðið á um að skipun rannsóknarnefndar þingmanna, á grundvelli stjórnarskrárinnar, til að athuga störf ráðherra geti rofið fyrningu. Geti Alþingi þá samþykkt málshöfðun innan árs frá kosningu nefndarinnar. Rannsóknarnefnd Alþingis nýtur ekki slíkrar stjórn- arskrárbundinnar stöðu og áhöld voru uppi um hvort níu manna þingmannanefnd sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefði slíka stöðu samkvæmt frum- varpinu. Með breytingu þess er þing- mannanefndinni veitt slík stjórn- arskrárbundin staða og þar með tryggt að hægt verði að sækja ráð- herra til ábyrgðar fyrir möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð sem framin voru frá desember 2006. - bþs Frumvarpi um breytingar á lögum um rannsókn Alþingis á bankahruninu breytt: Fyrningu ráðherrabrota seinkað ÁBYRG? Hægt verður að sækja til saka ráðherra sem sátu frá desember 2006 til saka fyrir möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTIN SLYS Rúmlega 26 þúsund börnum hefur verið sent gjafabréf fyrir flugeldagleraugum frá Blindra- félaginu og Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Öll tíu til fimmtán ára börn eiga kost á að fá flugeldagleraugu. Í til- kynningu segir að fikt með flug- elda sé alltof algengt hjá börn- um og unglingum. Með sendingu gleraugnanna sé vonast til þess að ekkert barn slasist á augum um áramótin. Tekið er fram að allir ættu að nota flugeldagleraugu, hvort sem verið sé að skjóta upp flugeldum eða horfa á. - þeb Flugeldagleraugu fyrir áramót: 26 þúsund börn fá gleraugu HAPPDRÆTTI Stærsti vinning- ur í sögu Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), 75 milljón- ir króna, verður dreginn út í svonefndum Milljónaútdrætti, klukkan hálf fimm í dag. „Venjan er að draga út tíu einnar milljónar króna vinninga í Milljónaútdrætti, en í tilefni af 75 ára afmæli Happdrættisins var ákveðið að í síðasta Millj- ónaútdrætti ársins yrði dreginn út veglegur vinningur, 75 millj- ónir króna á einn miða,“ segir í tilkynningu HHÍ. Aðeins er dregið úr seld- um miðum og hægt að taka þátt í happdrættinu með því að tryggja sér miða fyrir klukkan fjögur síðdegis í dag. - óká Happdrætti Háskóla Íslands: Stærsti vinn- ingur sögunnar VIÐSKIPTI Royal Bank of Scotland (RBS) krefur þrotabú Glitnis banka um 500 milljónir punda, eða 100,5 milljarða íslenskra króna, að því er skoska dagblað- ið Scotsman greinir frá. RBS er því sagður með stærstu kröfuhöfum föllnu íslensku bankanna, en bankinn er að 84 prósentum í eigu breska ríkisins, eftir inngrip þess á fjármálamarkaði í lausafjár- kreppunni. Haft er eftir talsmanni RBS að frekara tap bankans vegna Glitnis verði líkast til undir 50 milljónum punda, eða rúmum 10 milljörðum króna. Búið sér um að afskrifa megnið af tapi bank- ans vegna Glitnis fyrr á þessu ári. RBS færði í bækur sínar tap upp á 24 milljarða punda vegna ársins 2008, eða um 4.800 millj- arða króna. - óká Royal Bank of Scotland: Vill 100 millj- arða frá Glitni SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.