Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 29.12.2009, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. desember 2009 11 ÖRYGGISMÁL Þrátt fyrir að engin íslensk fiskiskip hafi verið á sjó um jólin voru um þrjátíu erlend skip á siglingu um íslensku lög- söguna. Samkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar voru þar á meðal norska gasflutningaskip- ið Arctic Princess sem er rúm- lega 121 þúsund brúttótonn og 288 metra langt. Þetta er með stærri skipum sem siglt hafa hér við land. Skipið sigldi fyrir Vestfirði og var næst landi um þrjátíu sjómíl- ur norðvestur af Straumnesi. Skipið er á leið til Cove Point í Bandaríkjunum með 146 þúsund rúmmetra af metangasi og er væntanlegt þangað 4. janúar. Haft var samband við skipið og það beðið um að senda Land- helgisgæslunni flutningsskýrslu ásamt upplýsingum um farm og eigin olíubirgðir. Arctic Princ- ess er sérstaklega hannað til sigl- inga við Norður-Noreg og á Norð- ur-Atlantshafi. Lítill eða enginn hafís var á siglingaleið skipsins við Vestfirði. - shá Um þrjátíu erlend skip á siglingu við Ísland yfir jólahátíðina: Risa gasflutningaskip sigldi vestur fyrir land ARCTIC PRINCESS Skipið er litlu styttra en þrír fótbolta vellir á lengdina. MYND/LHG LÖGREGLUMÁL Sérsveit Ríkislög- reglustjóra var kvödd að íbúðar- húsi í Reykjanesbæ í fyrri- nótt eftir að maður tilkynnti að honum hefði verið hótað þar líf- láti. Húsráðandinn er góðkunn- ingi lögreglunnar og var vitað að hann ætti skotvopn. Til að gæta fyllsta öryggis voru því kallaðir til vopnaðir sérsveitarmenn. Maðurinn, sem er ríflega tví- tugur, var handtekinn á vett- vangi og veitti enga mótspyrnu. Innandyra fannst haglabyssa og óskráður riffill, auk einnar kannabisplöntu í fullum blóma. Manninum var sleppt að lokinni skýrslutöku. - sh Tilkynnt um hótanir í Keflavík: Sérsveitin fann óskráðan riffil og kannabis FÉLAGSMÁL Siðareglur Knatt- spyrnusambands Íslands (KSÍ) munu taka gildi 1. janúar næst- komandi. KSÍ fékk á sig gagnrýni í síð- asta mánuði vegna máls Pálma Jónssonar fjármálastjóra, en hann hafði kort KSÍ undir hönd- um þegar þrjár milljónir króna voru teknar út af því á nektarstað í Sviss árið 2005. Í siðareglunum eru reglur um hegðun fulltrúa KSÍ. Þá verður skipuð siðanefnd sem mun dæma í málum sem upp koma. Siða- nefndin verður skipuð þremur fulltrúum, karli og konu frá KSÍ, og einum fulltrúa frá ÍSÍ. - þeb Knattspyrnusamband Íslands: Siðareglur taka gildi á nýju ári KRÓATÍA, AP Önnur umferð forseta- kosninganna í Króatíu fer fram 10. janúar næstkomandi þar sem enginn frambjóðenda fékk meira en helming atkvæða í kosning- unum sem fram fóru um nýliðna helgi. Kosið verður á milli tveggja efstu manna í nýafstöðnum kosn- ingum. Í þeim hlaut lagapróf- essorinn og þingmaðurinn Ivo Josipovic 32,4 prósent atkvæða og umdeildur borgarstjóri Zagreb, Milan Bandic, 14,8 prósent. Fram- bjóðandi Íhaldsflokksins, sem er við völd í landinu, heltist úr lest- inni og er það sagt til marks um óánægju almennings með hag- stjórn landsins og ásakanir um spillingu í stjórnkerfinu. Báðir frambjóðendur sem eftir standa eru sagðir líklegir til að styðja inngöngu landsins í Evr- ópusambandið sem gæti orðið árið 2011 eða 2012. - óká IVO JOSIPOVIC Þingmaðurinn, Ivo Josipovic og Milan Bandic, borgarstjóri í Zagreb, takast á í annarri umferð kosn- inganna 10. janúar. Forsetakosningar í Króatíu: Enginn fram- bjóðenda fékk afgerandi kjör Prestur komst ekki í messu Séra Sigríður Óladóttir, prestur á Hólmavík, þurfti að aflýsa messu í Árneshreppi yfir jólin. Ástæðan var sú að ekki var hægt að komast þangað. Hún messaði þó á fjórum öðrum stöðum á Ströndum. VESTURLAND Afgreiðslutími um hátíðirnar Þriðjudagur 29. des. kl. 11.00 - 18.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 20.00 Miðvikudagur 30. des. kl. 11.00 - 20.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 20.00 Fimmtudagur 31. des. kl. 10.00 - 13.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 13.00 Föstudagur 1. jan. Lokað Laugardagur 2. jan. kl. 11.00 - 18.00 nema Reykjanesbær og Selfoss kl. 11.00 - 16.00 Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna á vinbudin.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.