Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.12.2009, Qupperneq 22
 29. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● áramót Hefð hefur myndast fyrir því að Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri bjóði til mikill- ar fjölskyldubrennu á heimili sínu í kringum gamlárskvöld. „Mér finnst alltaf jafn heillandi að horfa á eld og sjó á hreyfingu á bak við. Það sést líka nokkuð vel í kvikmyndunum sem ég hef gert, að þetta tvennt spilar mjög mikið saman,“ segir Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndaleikstjóri. Á þrett- ándanum heldur Hrafn fjölskyldu- brennu á heimili sínu á Laugarnes- tanganum. Hrafn býður til brennunnar í nafni Hadúa-fjölskyldunnar, af- komenda Þórðar Sveinssonar, afa Hrafns og fyrrum yfirlækn- is á Kleppi. „Þetta er stór ættliður og ég á von á um það bil hundrað manns. Á sínum tíma fékk ég op- inbert leyfi til að halda brennu í fjöruborðinu hjá mér, í gömlu eld- stæði frá því á stríðsárunum, og með tímanum hefur skapast hefð fyrir þessu. Brennan er þó aldrei mjög stór, eiginlega meira eins og góður varðeldur,“ segir Hrafn. Hann segir mikið og margt brall- að þegar stórfjölskyldan hittist. „Það er dansað í kringum jólatréð, flutt ávörp, fólk kemur með gaml- ar ljósmyndir úr ættinni sem liggja frammi og ýmislegt fleira, en ann- ars fer þetta auðvitað mikið eftir veðrinu. Svo býð ég auðvitað upp á kúbanskt romm, sem er ómissandi í góðum veislum,“ segir Hrafn og hlær. „Karakterarnir í ættinni eru oft mjög sérstæðir. Þetta er mjög gott tækifæri til að sjá ný andlit í hópnum, því þeim fjölgar hratt, og rifja upp öll þessi andlit svo maður heilsi nú ættingjum sínum á götu.“ Brennan hefur hingað til verið haldin á milli jóla og nýárs eða á gamlárskvöld, en Hrafn segist hafa fært tímasetninguna yfir á þrettándann vegna þess hve marg- ir væru yfirleitt uppteknir á þeim tíma. „Ég hef líka alltaf brennu á miðju sumri, því ég hef gaman af þessu. Það má segja að Hadúa-jólin séu punkturinn yfir i-ið í jólahaldinu hjá mér,“ segir Hrafn Gunnlaugs- son. - kg Eldur alltaf jafn heillandi Áramótunum er fagnað víða um heim og þó sinn sé siður í landi hverju er ýmislegt sem er sam- eiginlegt mörgum þjóðum á þess- um tímamótum. Hér eru nokkrir áramótasiðir: Átök eru sett á svið milli lífs og dauða og hins gamla og hins nýja. Plöntur og ávaxtatré eru barin með prikum og vatni er hellt niður til að hreinsa umhverfið og andann. Nýja árið getur ekki komið fyrr en það gamla er farið. Brúða úr tuskum eða greinum sem á að tákna dauðann er borin um stræti og að lokum grafin, brennd eða henni drekkt. Áramótabrennurnar sem við þekkjum gætu átt uppruna sinn í þessum sið. Á miðnætti ættu bæði vasar og magar heimilismanna að vera út- troðnir til að tryggja það að hung- ur og fátækt eigi ekki aðgang að heimilinu á nýja árinu. Talið var að gamla árið skildi eftir sig fjölda illra anda og ann- arra ókinda. Því var ráð að gera sem mestan hávaða til að hræða óvættina burt. Í þeim tilgangi var flugeldum til dæmis skotið á loft á miðnætti en einnig voru haldn- ar hávaðasamar veislur sem stóðu alla nóttina. Á bálið með gamla árið Gamla árið brennur. Hrafn Gunnlaugsson hefur safnað í dágóða brennu sem hann mun kveikja í á þrettándanum. FRÉTTABALDÐIÐ/VALLI ● FJÖLSKYLDUDAGATAL Fjölskyldudagatalið er upplagt fyrir önnum kafnar barnmarg- ar fjölskyld- ur sem stunda, utan vinnu og skóla, alls kyns áhugamál og íþróttir. Daga- talið er búið sex höfuðreit- um og getur hver fjöl- skyldumeðlimur því átt sinn reit dag hvern allt árið um kring. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir hannaði dagatalið og kom það til af einskærri nauðsyn enda rekur hún fimm manna heimili. Eiginmaður hennar er í vakta- vinnu og eldri börnin í íþróttum og átti hún orðið erfitt með að halda utan um dagskrána hjá öllum í fjölskyldunni. Dagatalið er veggdagatal af stærðinni A3 og hefur hver mánuður mismunandi útlit í takt við árstíðina. Reitirnir eru stórir og er auðvelt að skrifa inn í þá. Dagatalið má nálgast á slóðinni www.idagsinsonn. is og í versluninni A4 en hluti af söluandvirði þess rennur til Fjölskylduhjálpar Íslands. - ve Golfklúbbur Keilis heldur áramótapútt- mót milli 11 og 16 „Við höfum vanalega verið bæði með golfmót úti og inni en ákváð- um að vera með stórt innipúttmót í ár þar sem snjór er yfir öllu,“ segir Ólafur Ágústsson, vallarstjóri golfklúbbsins Keilis. Á gamlárs- dag stendur klúbburinn fyrir ára- mótapúttmóti frá 11 til 16 í glæsi- legri inniaðstöðu í Hafnarfirði. „Með þessu móti reynum við að draga til okkar golfara alls stað- ar að,“ segir Ólafur en mótið er opið öllum. Keilir hefur staðið fyrir golfmóti á gamlársdag síð- ustu fimmtán árin en innipúttmót- ið verður nú haldið í þriðja sinn. Ólafur býst við talsverðri aðsókn kylfinga ef miðað er við síðustu ár. „Í fyrra komu um 150 manns á púttmót- ið og yfir 100 manns á golfmótið úti,“ segir hann glaðlega. Hann segir ekki óalgengt að golfklúbbar haldi gaml- ársdagsmót en býst þó við að flest muni verða blás- in af vegna færðar. Þá er bara um að gera að nýta hina góðu aðstöðu Keilismanna og reyna sig í púttinu inn- andyra. „Við vonumst til að sjá sem flesta. Flugeldar og fleira skemmtilegt verður í verð- laun og menn geta fengið sér kaffibolla eða annað, rætt golf og klárað árið með stæl.“ - sg Ljúka árinu með átján holu innipúttmóti Perlan · Sími 562 0200 · Fax 562 0207 · perlan@perlan.is Hefst 9. janúar Tilvalið fyrirárshátíðina!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.