Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 J-^etta er ein aj áönnu. áitariöcfuniun, iem típifa iemur MAÐURINN, SEM KOM AFTUR STRÍÐINU var lokið. Og það var sann- aricga gaman að vera enn á lífi sumarið 1945. Herdeildin mín liafðist við í fögru þorpi við mynnið á Saxell'i. Þar var okk- ar heimur. Alll annað var okkur fjar- lægt. Og eins og mér nægði þetta eklci, þar sem ég hafði kynnzt henni Maríu! Hún var grönn og spengileg, augun djúp og hlá, og gyllt hárið féll niður á herðar. Ég sá liana fyrst, er ég var á verði við veginn í úljaðri þorpsins. Þegar ég stöðv- aði hana og hað um að fá að sjá skilríki hennar, vissi ég alveg upp á víst, að eilt- hvað mundi vera að gerast í lífi mínu. Ilún lyfti liöfði örlítið, um leið og lmn i'élti mér vegahréf sitt. Ég las nafn henn- ar: María Schlosser. Ég muldraði það upphátt, meðan ég naut þess að virða hana fyrir mér. Svo vélc ég til hliðar lil að hleypa henni gegnum ldiðið. Þegar hún gekk hurt, virti ég fvrir mér mjúkar og unaðs- legar hreyfingarnar.Við hugðu á vegirium staðnæmdist hún og leit um öxl. Eitt and- artak, — en nóg til þess að ég veifaði hyssuniii í kveðjuskjmi. En fögnuður luinn hreyttist í gremju, þegar ég áttaði mig á því, að mér hafði láðst að athuga heimilisfang hennar á vegabréfinu. Seinna um daginn lá ég í sólbaði á ár- bakl vanmn, en hrá mér síðan inn í litla krá til að fá mér ölglas. í fyrstu var mér dinnnt fyrir augum hini í drykkjustofunni, eftir glatt sól- skinið úti. Þess vegna veitti ég því ekki athygli, fyrr en bjórinn var kominn á borðið, að María sat við borð fyrir aft- an mig. Með henni var lítill drenghnokki. Hann var léttklæddur og mjög útitekinn. Skyldi þetta vera hróðir hennar? Það vissi ég ekki, en hitt var mér ljóst, að snáðinn gat vel hjálpað mér að hrjóta ísirin. Ég fór að leita að súkkulaði i vös- um mínum, en braut jafnframt heilann um, hvernig ég ætti að orða erindi mitt við Maríu á þýzku, þegar hún stóð upp. „Komdu nú, Heinz minn,“ sagði hún. „Við verðum að fara.“ Svo fóru þau, og drengurinn dró á efl- ir sér lítinn tréhest í bandi. Ég stökk frá bjórnum og elti þau út. Ég var rélt búinn að ná þeim, þegar þau beygðu úl af göl- utíni og stefndu að litlu húsi örskammt frá kránni. Það var litli snáðinn, sem kom mér lil hjálpar. Tréhesturinn hans rakst í tröppurnar á húsinu og valt um koll. Drengurinn reyndi að reisa hann við, en steig þá í bandið, datt kylliflatur og fór að háskæla. Áður en varði, liafði ég tek- ið hann í faðm mér, og þegar ég gaf hon- um súkkulaði, hætti hann undir eins að gráta. Stúlkan stóð í húsdyrunum, studdi höndunum á mjaðmirnar og virti mig fyrir sér. Svo lét hún hendurnar síga og fór að skellihlæja. Áður en varði, var litli drengurinn lika farinn að hlæja. Hann var orðinn útataður í súkkulaði nið-' ur á höku. María sagði á ensku: „Jæja, ókunni hermaður, j)ér eruð betri en ég hélt, að nokkur Englendingur gæti verið.“ Hún tók þétt í hönd mér, en höndin var mjúk.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.