Samtíðin - 01.11.1961, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
Árið 1957 lék Georg í fyrstu kvikmvnd-
inni, „Að deyja eins og hetja“. Næst kom
hlutverk í Kóreumyndinni, „Heim frá
hæðinni". En 1959 vann hann mikinn
leiksigur í mynd, sem nefnist á ensku
„The Subterraneans“.
Georg Peppard er kvæntur og á 5 ára
gamlan son og 3ja ára dóttur. Fjölskyld-
an hýr i Cliuta Vista, skammt frá San
Diego.
—- SAGT------------------------------
-------------— ER:
að ímyndunarveikum manni líði bezt,
þegar eitthvað gengur að honum.
. +
að piparsveinn grannskoði allar aðstæð-
ur, áður en hann vogar sér að stökkva
— og stökkvi svo aldrei.
♦
að andartak sé stundin, frá því að græna
Ijósið hlikar, þangað til hílstjórinn
fvrir aftan þig bvrjar að flauta.
♦
að fjallhá dánartrygging geri menn fá-
tæka alla -ævi, en auðuga, þegar þeir
sálast.
♦
að snjöllustu matsveinarnir skíri sömu
súpuna daglega nýju nafni.
„Hvar er mijnclin, sem ég sagði þér að
teikna, Siggi minn?“ spurði kennarinn.
„Ég sé ekkert á blaðinu lijá þér.“
„Ég hef verið að teikna kú, sem er á
heit úti í nátthaga,“ svaraði Siggi.
„En lwar er grasið, sem hún á að
bíta ?“
„Hún er búin með það.“
„Og lwar er kýrin?“
„Hún er komin inn í einhvern annan
nátthaga, af því að hún var búin með
allt grasið í þessum."
13
Sumarið 1931 heimsótli óvenjulegur
gestur isíenzka skákmenn, en það var
Alexander Aljekhín, er þá var heims-
meistari í skák. Aljekhín var af rúss-
neskum aðalsæltum, en húsettur í París
og frakkneskur ríkisborgari. Hann var
doktor i lögum og kenndi um skeið við
franskan herforingjafe'kóla, en framar
öllu átti skákin þennan gáfaða og fjöl-
liæfa mann. Aljekhín var 39 ára er hann
kom hingað til lands, liann var ]iá tví-
mælalaust snjallasti skákmaður heims,
enda voru yfirburðir hans yfir íslenzka
skákmenn slíkir, að liann tefldi við tíu
beztu menn okkar samtímis og hlaut
8Y> vinning. Aljekhín hreif reykvíska.
skákmenn mjög með taflmennsku sinni
og um málakunnáttu hans sköpuðust
þjóðsögur. Hann talaði helztu heimsmál
reiprennandi, og þeir, sem með honum
ferðuðust hér, töldu hann jafnvel skilja
slitur í íslenzku!
En Aljekhin virðist einnig liafa kunn-
að vel við sig hér, ef dæma má af tafl-
mennsku hans, hann tefldi alveg sérstak-
lega vel, meðal annars eina afhurða-
snjalla skák við Ásmund Ásgeh’sson,
sem gaman væri að hirta við tækifæri.
Og héðan fór hann beint á öflugt al-
þjóðaskákmót i Bled í Júgóslavíu og
vann þar einn sinn frægasta sigur. Hef-
ur sjaldan sézl annað eins hil milli
fyrsta og annars manns á skákmóti, og
voru ]ió keppinautar Aljekhins engir
aukvisar.
Nú eru liðin þrjátíu ár síðan þetta
gerðist og enn tefla frægustu meislarar