Samtíðin - 01.11.1961, Side 20

Samtíðin - 01.11.1961, Side 20
16 SAMTÍÐIN Síðan þrýsli hún andlitinu að brjósti luins og sagði með hjartans einlægni: „Mikið er nú yndislegt að hitta þig aftur, ástin mín!“ ★ BÓKIN UM MUGG HELGAFELL hefur sent frá sér stærð- ar hók um ævi og lisl Guðmundar Tlxor- steinssonar — Muggs — eftir Björn Th. Björnsson. Okkur, sem áttum þess kost að kynn- ast Guðmundi Thorsteinsson, verður hann ógleymanlegur. Og þeðþekkar eru endurminningarnar um leíkstjórn hans á „Andbýlingunum" eftir Hostrup, sem nokkrir háskólastúdentar sýndu í Iðnó veturinn 1923. Guðmundiir átti þá aðeins hálft annað ár ólifað. Vafalaust hefur hann þá borið dauðann i brjósti sór, en það vissum við ekki. Við kynntumst að- eins liámenntuðuin manni, er sýndi okkur slafróf mikillar listar með þeim hætti, að við lærðum a. m. k. að meta liána bet- ur en ella hefði orðið. Hann kenndi þann- ig, að seinl mun gleymast, en góðvild hans og persónutöfrar voru frábærir. Samt var leiklist ekki sérgrein þessa fjölhæfa manns, heldur mjmdlistin, sem náði hámarki sinu í þjóðsagnateikning- urn Iians og helgimýndum ófullgerðrar altaristöflu. Sú mynd er að því leyti tákn- ræn, að Guðmundur féll frá á miðjum aldri, frá fjölda ólej'stra verkefna. Með samningu þessarar ævisögu hefur Björn Th. Björnsson unnið afrek. Innsýn hans i myndsköpun Guðmundar er mjög glögg. Hanri hefur með mikilli elju viðað að sér margháttuðum heimildum úr öll- um áttum, og úr þeim hefur honum auðnazt að semja bók, sem bæði er skemmtileg og sönn. Við bókarlok hefur lesandinn kynnzt einum fjölhæfasta listamanni, sem islenzka þjóðin liefur eignazt, hugstæðum persónuleika, góðum dreng. Bókin er 181 hls. í stóru broli, prýdd fjölda mynda, m. a. mörgum lit- myndum eftir málverkum. Við lestur bókarinnar vaknar umhugs- un um ýmsa ísl. menn, er enn liggja óbættir hjá garði. Hvenær eignumst við t. d. viðhlítandi ævisögu Emils Thorodd- sens ? HEIL8A, VINÁTTA, Á8TRÍKI HAMINGJAN er á næstu grösum við okkur. Ilún er alls ekkert fágæti, sem ætlað er útvöldum. llún felst ekki í sjald- gæfum gáfum, miklum lærdómi, sér- stöku hugviti né valdi yfir öðrum. Ekk- ert af þessu gerir fólk hamingjusamt. Hamingjan er í þvi fólgin að njóta góðrar heilsu, vináttu manna og ástrík- is á heimili sínu. Hún birtist okkur í rödd saklauss barns og skini sólar. Hún felst í þeirri blessun, sem flestir menn geta öðlazt, en alls ekki einhverjir fáir útvaldir. Heill og hamingja eru náðargjafir, sem Guð hefur stráð við götu sérhvers manns. í NEW YOBK, eða nánara tiltekið á Manhattan, er vonlaust að reisa annað en háhýsi nú orðið. Þar er því hætt að selja lóðir, en i stað þess selja menn loft fyrir skýjakljúfa upp af lóðunum. Þann- ig voru 8.400 fermetrar af lofti nýlega seldir á 1.065.000 dollara. Þar álti að reisa 27 liæða ihúðarhús á 15 metra há- um súlum, yfir 16 akreina breiðum bíl- vegi.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.