Samtíðin - 01.11.1961, Side 23
SAMTÍÐIN
19
„EN HVAÐ þetta er fallegur fugl!“
sagði Nonni litli við mömmu sína, þegar
hún kom með páfagaukinn.
„Já, og liann grætur aldrei,“ sagði
mamma hans.
„Það er nú bara af því, að honum er
aldrei þvegið,“ svaraði barnið.
HANDLANGARI stakkst á höfuðið of-
an af háum vinnupalli og lenti i stórri
sandhrúgu. Fólk dreif að, og maður
spurði:
„Hvað er að?“
„Það veit ég ekki,“ svaraði handlang-
arinn, „ég var að koma.“
ALKUNNUR SYNDASELUR dó og hélt
rakleitt til himnaríkis. Á leiðinni þangað
var hann að hugsa um, hvað hann liefði
nú gert gott á lífsleiðinni, en mundi þá
ekki eftir öðru en því, að einu sinni hafði
hann keypt dagblað af krókloppinni,
gamalli konu í kalsarigningu, rétt lienni
fimmkall og sagt henni að eiga afgang-
inn, af því að hún gat ekki skipt og hann
var sjálfur að missa af strætisvagni.
Þegar maðurinn kom að gullna hlið-
inu, kom Sankti Pétur út með engil við
hlið sér. Gesturinn var spurður, hvað
hann hefði gert, sem réttlætt gæti inn-
göngu hans í sæluvistina. Hann tilfærði
fyrrnefnt örlæti sitt. Þá sagði postulinn
við engilinn:
„Góða gefðu honum þessar tvær krón-
ur lil baka og segðu honum svo að fara
beint til helvítis!“
Vitni fyrir rélli bar svo óðan á, að rétt-
arritarinn var alveg að niðurlotum kom-
inn að bóka bununa úr því.
Allt í einu sneri vitnið sér sprengmótt
að ritaranum og sagði:
„Hamizt \)ér ekki svona voðalega við
að skrifa, maður. Ég er alveg að springa
á })ví að hafa við gður.“
Ný gerS
AUTO-LITE
rafkerlanna
þýðir betri
ræsingu og
jafnari gang
vélannnar.
Þ. Jónsson & Co.,
Brautarholti 6.
Símar 19215 — 15362.