Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 12
4 samtíðin RADDIR • RADDIR • RADDIR C. V. Bramsnæs: UM GENGISLÆKKANIR Höfundur þessarar örstuttu greinar er einn af vitrustu fjármálamönnum Dana á þessari öld. Hann var fjármálaráðherra þjótSar sinnar i ráðuneyti Staunings og siðar bankastjóri danska þjóðbankans (Nationalbanken). Bramsnæs lauk embættisprófi í hagfræði 1914, en hafði áður verið prentari. Hann hafði það fram yfir marga bóklærða hagfræðinga að hafa sjálfur kynnzt raunhæfri lifsbaráttu, horfzt í augu við stað- reyndir tilverunnar. Það varð honum ómetan- legt veganesti og styrkur i merku starfi fyrir land sitt og þjóð. Á ummælum hans hlutu menn að taka mark. Þau byggðust ekki á kennisetn- ingum einvörðnngu, heldur dýrmætri lifs- reynslu að auki. Eftirfarandi ummæli hans um gengislækkanir voru prentuð hér í SAMTÍÐ- INNI árið 1939 (10. blað bls. 7), en eiga ekki síður erindi til íslendinga nú en þá. ÞAÐ virðist vera mikil freisting aS lœkka gengi þjóðar. Við það fá út- flytjendur fleiri krónur fyrir afurðir sínar, og iðnrekendur öðlast meiri vernd, sakir verðhœkkunar á útlend- um vörum. Báðir aðiljar virðast því grœða á gengislœkkuninni, og er því auðvelt að vekja áhuga manna fyrir henni. En hér er aðeins um gálgafrest að rœða. Fyrr eða síðar laumast verð- hœkkunin inn í Iandið og lœsir fram- leiðslu þjóðarinnar í heljargreipar. Útlend hráefni og hálfunnar efnivör- ur hœkka í verði og valda þar með verðhœkkun á innlendri framleiðslu. Fólk heimtar hœrra kaup, og eftir nokkurn tíma hefur enginn orðið hag af gengislœkkuninni. (Úr ræðu, fluttri á fundi í Félagi verzlun- ar- og skrifstofufólks í Khöfn). Hefuritn zl ? Þá er ég þar enn HÆNSNAÞJÓFUR, sem var staðinn að verki, kom fyrir rétt. Honum vai’ boðinn verjandi, en hann afþakkaði það- Eftir að lögregluþjónninn liafði lagt fram skýrslu sína og dómarinn hafð1 spurt ákærða, hvort hann óskaði að fsera fram nokkra vörn, sagði þjófsi: „Segðu mér, lögregluþjónn, sástu nng fara inn í hænsnahúsið?“ „Já.“ „En sástu mig nokkurn tíma koma att- ur út?“ „Nei.“ „Þarna sjáið þér, dómari góður, eftn því að dæma lilýt ég hara að vera þal enn!“ Sáu mig ekki, þegar — FORSTJÓRI bifreiðastöðvar kallaði á nýjan hílstjóra og sagði: „Þú hefur verið úti með bílinn í aU an dag og ekki náð í einn einasta f01' þega. Hvernig víkur því við? Veifað1 enginn þér?“ „Jú, ekld vantaði það,“ anzaði bilstjói inn. „Þeir voru alltaf að veifa mér, þe®s. ir fuglar, en mér datt hara alls ekk1 1 hug að líta við þeim. Ekki litu þeir vl mér, liegar ég var atvinnulaus héi11*1 áður fyrr!“ Allir heyrnarsljóir DÓMARINN var heyrnarsljór, en sand alls ekki sljórri en mennirnir tveir, se111 sátu andspænis honum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.