Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 18
10 SAMTÍÐIN Það væri synd að segja, að þau hefðu verið viðvaningar í sérgrein sinni þessi „heiðurshjón", og: Talan var happatalan þeirra beggja ÞAU HÉTU Marguerithe og André, þessar hjónakindur, og áttu heima í Paris. Við köllum þau til hægðarauka Margréti og Andrés. Talan 7 hafði alltaf verið happatala frú Margrétar, og Andrés Dumont var 7undi eiginmaður hennar. Hún gerði sér góðar vonir um „gifturíka“ sambúð við hann eða renndi nánara tiltekið hvru auga til 700 þúsund harðra franka, sem hann átti í verðbéfum og reiðufé. Frú Margrét var jafnvel á franska vísu ó- venju hagsýn kona. Hún var ekki nema liðlega fimmtug, svo að með 6 eiginmenn í ýmsum kirkjugörðum Frakklands og eina milljón franka í bönkunum varð naumast annað sagt en að hún hefði ávaxtað pund sitt vel og haft mjög sæmi- legar tekjur af að koma mönnum sínum fyrir kattarnef. Ef allt gengi að óskum eða samkvæmt áætlun, var gott útlit fvrir, að Andrés yrði brátt kominn í gröfina eins og fyrirrennarar hans í hjónasænginni lijá Margréti. Frú Margrét liélt sig við eiturgjafir, enda voru þær orðnar sérgrein hennar í sambandi við auðsöfnunina og mann- fækkunarsportið. Hún hafði orðið góða reynslu af því, að eiturbyrlun í mörgum smáskömmtum vakti yfirleitt engar ó- viðkunnanlegar grunsemdir. Og gamlir og veikbvggðir menn reyndust ánægju- lega móttækilegir fyrir eitur. Jafnvel læknarnir töldu ekki nema eðlilegt, að gamlir menn geispuðu golunni fyrirvara- laust, og frú Margrét minntist þess ekki, að sér hefði nokkurn tíma reynzt örð- ugt að útvega dánarvottorð. En sá var gallinn á Andrési hennar, að hann var að eðlisfari óvenju tortrvgghn1 og varfærinn og virtist auk þess ískyggi' lega ónæmur fyrir eitri. Það var venja lians að þefa af öllum þeim mat, sein hún har honum, og það var sama, hvaða kræsingar hún hauð honum upp á. Hann nartaði aðeins i þær og geiflaði á þehn, rétt eins og hann hefði hana si og m grunaða um, að nú væri hún að reyna að lauma ofan í hann einhverju ólyfjam- Þetta fannst henni ekki einungis óvið- kunnanlegt, heldur særði það hana djúpt, sem sízt var að undra. í þessum efnum hafði Andrés nú sannarlega ekki upp á neitt að klaga, ef undanskilið var, að aðeins einu sinni liafði liún til reynslu laumað nokkrum kornum af skordýra- eitri i súpuna hans. En þá hafði hann nu heldur en ekki fitjað upp á trýnið, alveg ætlað vitlaus að verða! En svona voru þeir raunar allir, þess- ir bannsettir karlmenn, þvi eldri, þvl smásmugulegri. Og auk þess var Andres óvenju frekur, eða það fannst frú Mar- gréti. Ekki hafði hún fyrr sagt lionum, að hún ætti drjúgan skilding í hönkum en hann heimtaði með harðri hendi, að hún arfleiddi hann formlega að ölluru þessum peningum! Frú Margrét gat ekki annað en hrosað, þegar hún hafði undn’- ritað erfðaskrána í votta viðurvist, og henni var meir en lítið skemmt, þegar maður hennar hafði skömmu seinna um-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.