Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 14
6 samtíðin KVEIUIUAÞÆTTIR WVWWWWWWWWWVWWWWWWVWVPWWS Dior-tízkan í vetur DIOR-tízkan er álitin dálítið róman- tízk í ár. Kemur það fram i rykktum pilsum, sem minna á þau pils, sem sveita- konur gengu i fyrr á tímum, og er mitt- ið þá haft á réttum stað. Raglan-ermar og dragtarjakki upp í háls eru einkenni Dior-tizkunnar í vetur, en stundum eru ermarnar beinar og langar með skinn- bryddingum á rússneska vísu. Kjólar eru jafnvel með keisarasniði (empire) og eru ]>á úr músselíni með mittinu uppi undir brjóstum. Mikið er um ísaum með steinum og palléttum á drögtum sem kjólum. Yfirleitt er samkvæmissvipur á fatastíl Diors i vetur. Sem vetrarfatnað liefur hann sýnt kápu og kjól (ensemble) úr kamelull með tweed-áferð og höfuðfat úr sama efni, en skó með litlum hælum úr leópard- skinni. Mjög klæðilegur þótti kjóll, sem Dior sýndi. Hann var alveg sléttur í sniðum, úr hárauðu tweed með flauels- belti i sama lit. Það markaði aðeins mitt- ið og var bundið að framan í slétta slaufu. Hálsmál var ferkantað, mjög flegið og ermar langar. Þá sýndi Dior-húsið dragt úr gráu ullarefni með miklum palléttu- ísaum kringum hálsmálið, sem var með nokkurs konar matrósakraga. Við þessa dragt er notuð smákolla úr palléttum. BUTTERICK-snið nr. 3084 í stærðunum l.2** —22^. Fallegir jólakjólar. Sniðin fást lijá S-l- Austurstræti 10 og kaupfélögunum. Framleiðum kápur og dragtir úr tízkuefnum eftir sniðum frá þekktustu tízkuhúsum heims. — Sendum gegn póstkröfu. Kápan h.f. Laugavegi 35 — Sími 14278.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.