Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN
7
ir Það er skylda þín að vera falleg
RITSTJÓRAR útlendra kvennablaða
segja í kór (og styðjast í þeim efnum við
álit sálfræðinga):
Það er skylda sérhverrar konu að gera
sig eins fallega og unnt er. Þess vegna
á hún að hugsa mikið um sjálfa sig og
útlit sitt. Sumir sálfræðingar segja:
Kona, sem elskar ekki sjálfa sig, er ekki
fær um að elska aðra. Ef eigingirni kon-
Unnar lýsir sér i fullkomnu hreinlæti og
snyrtingu á líkama sínum, mun hún
stuðla að því að styrkja heilbrigðan
persónuleik sinn. Hins vegar ber hvers
konar vanhirða vott um reikult geð.
Það er farið að leggja rækt við hár-
greiðslu og snyrtingu á kvensjúklingum
geðveikrahælanna til þess að stuðla að
því, að þeir öðlist aukna sjálfsvirðingu.
Ástin er uppspretta lífsins, og heil-
krigðig er sú orka, sem stuðlar að því,
að sú lind liætti ekki að streyma. En
hýorki ást né heilbrigði megnar út af
fyrir sig að skapa fullkomna kvenlega
fegurð, ef við vanrækjum sjálfar að
1-öekta liana.
Uppspretta fegurðar býr í líkama okk-
ar- Þar eru 30 biljónir örsmárra fruma,
seni hver um sig er eins konar efnafræði-
slofnun. Nokkrar þeirra eru svo smáar,
að það þarf að stækka þær 50 þúsund
sinnum í elektróniskri smásjá, til þess
að þær sjáist. Engu að síður skapa þess-
ar frumur fegurð þína og samræmið í
iíkama þínum, ef þú nærir þær á réttan
hátt. Þær eru fegurðarverksmiðjur þín-
ar> sem þú ræður sjálf yfir.
t - c
Eyðilagðar neglur
LÁRA skrifar og biður um ráð við
eyðilögðum nöglum, en biður mig að
hii'ta ekki bréf sitt.
SVAR; Þú verður að fara varlega í
llað að sverfa neglurnar, þegar þær og
Kvöldkjóll. Efri hlutinn úr hvítu satíni, pilsið úr svartri
silkibanda-blúndu.
gómarnir hafa beðið tjón af kulda.
Nuddaðu naglaböndin daglega með
mýkjandi kremi. Auk þess er ágætt að
bera möndluolíu á þau. Ef þú átt ekki
skinnpúða til að nudda þau með, get-
urðu gert það með þumalfingurgómun-
um.
ic Hrukkur valda áhyggjum
EIN 19 ÁRA kvartar undan fínum
hrukkum við augu og munn og jafnvel
á liálsi og biður um ráð við þeim.