Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.12.1964, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 11 yrðalaust arfleitt liana að öllum eigum sínum! Það var bersýnilegt, að hér dugðu eng- ai’ eiturbyrlanir. Frúin mundi verða að grípa til annarra aðgerða. Það olli henni Rokkrum kvíða, enda þótt hún væri bæði kjarkmikil og viljasterk. Nýjar aðferðir hlutu að verða áhættusamari en sú Samla góða, sem frúin hafði hingað til iðkað með óskeikulleik, er nálgaðist fullkomnun. En hún huggaði sig við það, að talan 7 hafði alltaf verið happa- ialan hennar. Auk þess höfðu þau Andrés verið pússuð saman 7. nóvember, og húsið, sem þau áttu heima í, var númer 7 f •• • 1 gotunni að ógleymdum 7 hundruð Msund frönkunum hans Andrésar. Með iilliti til allra þessara happatalna átti að Vera réttlætanlegt, að frúin tefldi nokk- djarft að þessu sinni. HlÐ GULLNA tækifæri kom alveg ó- v®nt upp í hendurnar á frú Margréti, l^egar Andrés stakk upp á því við mið- degisverðarborðið nokkrum dögum seinna, að þau lijónin hrygðu sér í bíl- ferð til Suður-Frakklands að heimsækja systur hans og mág. Frúin rak upp stór au§u, því að liingað til hafði hún alls ekki vitað, að hún ætti mágkonu þar suð- l,r fi’á. Hins vegar var hún gagnkunnug leiðinni suður eftir, vissi, að vegurinn sums staðar eftir snarbröttum fjalls- ^liðum með hengiflugi fyrir neðan. Hún Var að sjálfsögðu undir eins til i að fara Pessa ferð, og þegar hún var að láta Pjónkur þeirra niður í ferðatöskurnar Iyeim dögum seinna, var hún í svo góðu skaPÍ, að hún söng gamanvísur til að veita gleði sinni viðeigandi útrás. ^rú Margrét var fljót að hugsa sitt *"að, eins og hennar var von og vísa. htun vissi af reynslunni, að Andrés átti s°r einn veikleika. Honum þótti ákaflega 8°tt í staupinu. Hins vegar var hann allt of varkár til þess að láta sér til hugar koma að snerta á bílstýri, þegar hann var undir áhrifum víns. Vandinn væri því ekki annar en sá að fá karlinn til að staupa sig ærlega á veitingastað í grennd við eittlivert hengiflugið á suðurleið, setjast sjálf undir stýrið og nota siðan tækifærið, þegar hann væri sofnaður eft- ir drykkjuna. Það var á febrúarkvöldi með ísingu á vegum og þoku í lofti, sem þau nálg- uðust eitt af hættusvæðunum í sunnan- verðu landinu. Andrés ók gætilega að vanda, en honum var hálfkalt, og því stakk hann upp á að nema staðar við næsta veitingahús og hressa sig á víni. Frúin þurfti ekki einu sinni að hafa fvr- ir að stinga upp á því! Fáförult var um veginn þetta kvöld, og þau hjónin voru einu gestirnir í veit- ingahúsinu. Þar af leiðandi yrði þeim veitt meiri atliygli en ella, og veitinga- maðurinn var viss með að muna vel eftir þeim. Það kynni að reynast heppilegt síðar, hugsaði frú Margrét, því að ef hún yrði spurð spjörunum úr i sambandi við slysið, myndi auðvelt að leiða vitni að því, að Andrés hefði verið drukkinn. Frú Margrét fór inn í snyrtiherbergi kvenna í veilingahúsinu og skildi mann sinn eftir við barinn. Hún fór sér að engu óðslega, en snyrti sig vel að vanda. Þegar hún kom aftur fram i veitinga- salinn með „nýtt andlit“, ef svo mætti segja, bjóst hún við, að Andrés sæti sem fastast við drvkkjuborðið. Hún varð þvi dálítið undrandi, að hann skyldi vera kominn út í bíl fyrir góðri stundu. Karl- inn var þá orðinn hinn óþolinmóðasti og viðhafði mörg stóryrði um óþolandi pjatt og nosturssemi kvenþjóðarinnar. Frúin lét aðfinnslur manns sins eins og vind um eyrun þjóta. Henni duldist ekki, að hann liafði fengið sér duglega neðan í því, enda kom honum nú ekki

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.